Skemmtileg styrktarhátið Eiðs Smára og félaga
Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnuhetja og Evrópumeistari með stórliði Barcelona, stóð í gær fyrir styktarhátíð fyrir Frank Bergmann, ungan Grindvíking sem hefur barist hetjulega við krabbamein undanfarin ár. Fyrir leik Grindavíkur og Keflavíkur brugðu Eiður og nokkrir vinir hans á leik, þ.á.m. Sveppi, Auddi, Ingó Veðurguð Einar Bárðarson og Lísa úr Idol Stjörnuleit.
Rúmar 100.000 krónur söfnuðust á uppboði á boltum og búningum auk þess sem samskotsbaukar gengu um stúkuna en auk þess runnu 200 kr af hverjum seldum miða í styrktarsjóðinn.
Frank og fjölskylda vilja koma á framfæri þakklæti fyrir stuðninginn.
VF-mynd/Hilmar Bragi: Frank með Eiði Smára, Sveppa og Audda. - Fleiri myndir eru væntanlegar inn á vf.is síðar í dag