Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skemmtileg Sex í sveit
Sunnudagur 9. nóvember 2008 kl. 16:06

Skemmtileg Sex í sveit

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikfélag Keflavíkur frumsýndi farsann „Sex í sveit“ í Frumleikhúsinu sl. föstudagskvöld og var vel tekið. Leikfélagið hefur undanfarin ár einbeitt sér að revíum og smáskammtasýningum en fer með þessari sýningu á allt aðra braut. Áhorfendur sem vilja hlægja og hafa gaman (eins og í undanförnum revíum) þurfa ekki að hafa áhyggjur því „Sex í sveit“ býður upp á slíkt í miklu magni.

Söguþráðurinn gerist í sumarbústað norður í landi. Húsbóndinn býður gömlum félaga í helgargistingu og fjör en ástæðan er önnur en hún sýnist og félagi hans, Ragnar, fær stærsta hlutverkið í sveitinni þegar Sóley súperskvísa og módel, viðhald húsbóndans, mætir á staðinn. Þá kemur einnig til sögunnar kokkurinn Sólveig en hún þvælist óþægilega inn í atburðarásina. Eiginkonan Þórunn var á leið suður til móður sinnar en það sem og margt annað breytist sem gerir „Sex í sveit“ að frábærum grínfarsa.


Aðeins eru sex leikarar og reynir mikið á fjögur þeirra sem eru nánast á sviðinu allan tímann. Það eru þau Albert Halldórsson sem leikur húsbóndann, Anna Þ.Þórhallsdóttir sem er eiginkona hans, Arnar Tryggvason sem leikur Ragnar og Guðný Kristjánsdóttir sem er kokkurinn. Guðrún Gunnarsdóttir leikur módelskvísuna og viðhaldið og Gustav Haraldsson er eiginmaður Sólveigar. 

Leikstjóri eða leiðangursstjóri eins og hann kýs að kalla sig í leikskrá er enginn annar en Örn spaugstofugrínari Árnason. Honum hefur tekist vel til því leikararnir standa sig allir mjög vel í frábærri sýningu.

Nánar í Víkurfréttum á fimmtudag.

Páll Ketilsson.