Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skemmtileg og fræðandi forvarnavika í Grindavík
Föstudagur 21. febrúar 2003 kl. 15:56

Skemmtileg og fræðandi forvarnavika í Grindavík

Í þessari viku stóð Grunnskólinn í Grindavík ásamt bæjaryfirvöldum og öðrum aðilum að forvarnaviku meðal nemenda og bæjarbúa. Yfirskrift vikunnar var "Vertu þú sjálfur" þar sem áhersla var lögð á vellíðan, uppbyggingu á líkama og sál o.s.frv. Margt skemmtilegt og fræðandi var gert þessa viku: Unglingastiginu var skipt í nokkra hópa þar sem tekið var fyrir eitt þema, m.a. í leikþáttur, ljóðagerð, ræðukeppni og vinaáætlun. Yngsta stigið fræddist um jákvæð samskipti, vináttuna, vellíðan, margbreytileika fólks, umbyrðarlyndi, virðing ofl.
Tveir þekktir einstaklingar komu í heimsókn og ræddu við nemendur. Felix Bergsson fjallaði kom til unglingastigsins og fjallaði um mikilvægi þess að vera maður sjálfur auk þess að bera virðingu fyrir ákvarðanatöku hvers einstaklings.
Sigursteinn Másson og Dóra Guðrún frá Geðrækt komu til nemenda undir yfirskriftinni Sjálfsmynd - geðheilsa - vellíðan.
Þess ber að geta að sérstök dagskrá var í boði fyrir foreldra og bæjarbúa á daginn og kvöldin í skólanum og á heilsugæslustöðinni. Þar var m.a. boðið upp á Líkamsþyngdarstuðull (fitumælingu), blóðþrýstingsmælingar, kynningu Samtakanna 78, fyrirlestur Ólafs Sæmundssonar matvælafræðings. Auk þess mætti Salbjörg Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og ræddi um sjálfsvígsforvarnir, Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur um heilsueflingu og forvarnir
Hér má geta þess að laugardag og sunnudag 22. -23. febrúar var frítt fyrir bæjarbúa í sundlaugina ásamt því að þriðjudaginn 18. febrúar bauðst bæjarbúum að koma í líkamsræktarsal sundlaugarinnar og æfa undir handleiðslu sérmenntaðra þjálfara.

Vefur Grunnskóla Grindavíkur með myndum frá forvarnavikunni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024