Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skemmtileg heimsókn Hæfingarstöðvarinnar í Blue Car - video
Hópurinn saman kominn með Magnúsi Sverri Þorsteinssyni frá Blue Car. VF-myndir/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 29. maí 2019 kl. 11:06

Skemmtileg heimsókn Hæfingarstöðvarinnar í Blue Car - video

Blue Car rental bílaleigan bauð Hæfingarstöðinni í kynningarferð í fyrirtæki sitt í síðustu viku. Yfir þrjátíu einstaklingar og aðstoðarfólk þeirra komu frá Hæfingarstöðinni og fengu að prófa og gera ýmislegt sem og að fylgjast með í starfsemi fyrirtækisins.
Það var mikil gleði í hóp ungmenna úr Hæfingarstöðinni sem voru ánægð með framtakið. Eftir vel heppnaðar heimsóknir í afgreiðslu og þrif og síðan verkstæði var haldið í nýjar skrifstofur Blue Car við Hafnargötu þar sem boðið var upp á pizzuveislu.

Sjónvarp Víkurfrétta fylgdist með hópnum í heimsókninni og ræddi við Magnús Sverri Þorsteinsson eiganda Blue Car og nokkra frá Hæfingarstöðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var mikill spenningur í kringum þjónustu við bílana, smurningu, olíuskipti og fleira.