Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skemmtileg heimsókn á Gefnarborg
Laugardagur 29. mars 2008 kl. 15:18

Skemmtileg heimsókn á Gefnarborg

Starfsfólk og börn á leikskólanum Gefnarborg í Garði fengu óvænta en ánægjulega heimsókn morgun einn í vikunni. Tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu
í morgunkaffi, spjölluðu við börnin og áttu með þeim góða stund.

Á heimasíðu Garðs segir að börnin hafi verið mjög ánægð með þessa heimsókn og gaman væri að sjá þau upplifa að lögreglumenn eru bara ósköp venjulegir menn í einkennisbúning. Að heimsókninni lokinni heyrðist í einu barni segja: „þeir eru góðir“.

Af vef Sveitarfélagsins Garðs

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024