Skemmtiferðaskip fyrir utan Sandgerði
Eftir því sem líður að hausti fer komum skemmtiferðaskipa að fækka, en háannatími komu slíkra skipa er á tímabilinu frá júní til ágúst. Þetta myndarlega skip var fyrir utan Sandgerði í morgun, en fullljóst er að skip af þessari stærðargráðu myndi ekki komast inn í innsiglinguna í Sandgerði, jafnvel þó þangað komist stór skip.