Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skemmti sér vel þrátt fyrir slagviðri
Fimmtudagur 1. ágúst 2013 kl. 14:14

Skemmti sér vel þrátt fyrir slagviðri

Verslunarmannahelgin hjá Sigurbjörgu Hjálmarsdóttur

Víkurfréttir spurðu Suðurnesjamenn út í áform þeirra um verslunarmannahelgina en fólk er ýmist á leið á útihátíðir með vinunum, í sumarbústað með fjölskyldunni eða slaka á heima við og njóta kyrrðarinnar.

Sigurbjörg Hjálmarsdóttir er 33 ára tónlistarkennari og kórstjóri frá Sandgerði. Hún á ansi hlýjar minningar frá annars kaldri verslunarmannahelgi í Vestmannaeyjum eitt árið þegar mikið rigndi, tjaldið fauk og brotist var inn í það.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara? Í ár ætla ég að skella mér á Mýrarboltann á Ísafirði og skemmta mér í drullunni þar með skemmtilegu fólki. Hlakka mikið til.

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Það er ein helgi sem stendur upp úr, hef ansi oft farið á Þjóðhátíð og þær hafa aldrei klikkað. Eitt árið var reyndar svo mikil rigning og slagveður að tjaldið fauk niður og brotist var inn í það og stolið fötum og fleiru. Við vinkonurnar enduðum í íþróttahúsinu kaldar og blautar og hálf áhyggjufullar með það hvernig helgin myndi nú fara því þetta var á föstudegi. Svo var það hótelstjórinn á Bræðraborg í Vestmannaeyjum sem var svo elskulegur að leyfa okkur að gista alla helgina í matsal hótelsins án greiðslu, jú nema áttum að senda honum koníak næstu jól. Algjörlega ógleymanleg helgi sem endaði vel eftir allt.

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Það sem mér finnst alveg ómissandi við verslunarmannahelgina er skemmtilegt fólk, brekkusöngur og gítar, má vera hvar sem er, þess vegna í garðinum heima!