Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Mannlíf

Skelltu sér í skrúðgarðinn í veðurblíðunni
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 5. júlí 2020 kl. 14:22

Skelltu sér í skrúðgarðinn í veðurblíðunni

Nú stendur yfir þriggja vikna sumarnámskeið á vegum Listasafns Reykjanesbæjar í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur og Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ.

Í Listaskóla barna vinna krakkarnir alls konar skapandi verkefni, til dæmis að mála, leira, gera grímur og föndra annars vegar og hins vegar eru þau í Frumleikhúsinu að setja upp leikrit þar sem þau eru leikstjórar, höfundar, leikarar, búningahönnuðir og leikmyndahönnuðir.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Þau halda svo Listasýningu í lok námskeiðs sem þau bjóða aðstandendum að koma á, þar sem þau sýna leikritin og listaverkin sín.

Í veðurblíðunni á mánudaginn fór hópurinn á sumarnámskeiðinu í skrúðgarðinn í Keflavík þar sem boðið var upp á andlitsmálun og skemmtilegheit, enda alveg vonlaust að loka sig inni í svona fallegu veðri.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson.

Leikjaskólinn í skrúðgarðinum

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25