Skelltu sér á ströndina í skrúðgarðinum
Leikskólanemendur kunna að njóta lífins.
Nemendur frá leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ brugðu sér í regngalla, óðu og busluðu alsæl í tjörninni og á ströndinni í skrúðgarðinum í bænum. Vatnið er mátulega djúpt fyrir svona litla fætur og gaman að grípa í eina og eina trjágrein og gleyma sér um stund. Þessar skemmtilegu myndir voru teknar af Facebook síðu Tjarnarsels.