Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Skátar og myndlist
  • Skátar og myndlist
Þriðjudagur 15. ágúst 2017 kl. 15:01

Skátar og myndlist

Nú fer hver að verða síðastur til að líta augum sumarsýningar Listasafns og Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum en þeim lýkur á sunnudag.
Í sýningarsal Listasafnsins gefur að líta sýninguna A17 sem fjallar um íslenska abstraktmyndlist við upphaf 21. aldar en hún hefur átt nokkuð undir högg að sækja á undanförnum áratugum. Þar er að finna verk eftir 7 unga myndlistarmenn sem allir vinna „abstrakt“ en á mjög ólíkan hátt.

Í Gryfjunni lýkur sýningunni  Þeir settu svip á bæinn sem sett var upp í tilefni af 80 ára afmæli skátafélagsins Heiðabúa í september n.k.  Á sýningunni eru ýmsir munir til sýnis og stiklað er á stóru í sögu skátafélagsins. Þá liggja einnig frammi ljósmyndir úr skátastarfinu frá ýmsum tímum sem gaman er að skoða.


Duus Safnahús eru opin alla daga frá 12 -17.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024