Mannlíf

Skátar halda uppi heiðri sumardagsins fyrsta í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 20. apríl 2016 kl. 13:16

Skátar halda uppi heiðri sumardagsins fyrsta í Reykjanesbæ

Metnaðarfull dagskrá hjá skátunum í Reykjanesbæ á sumardaginn fyrsta. Skrúðganga fer kl 12:30 frá skátaheimilinu við Hringbraut og skátamessa hefst kl. 13:00 í Keflavíkurkirkju.

Hátíðarskemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna verður í 88 Húsinu frá 15:00 - 18:00. Þar verða hoppikastalar, reipitog, stígvélakast, poka- og vinahlaup, hoppidýnan og aparólan. Þá verða grillaðar pylsur, gos, svalar, kaffi, kleinur, skúffukökur og sjoppa á staðnum.

Þá verður flóamarkaður, kökubasar og fullorðins happdrætti með glæsilegum vinningum, segir í tilkynningu frá skátafélaginu Heiðabúum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024