Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skátar gengu inn í sumarið með löggu og lúðrasveit
Ganga fór af stað frá skátaheimili Heiðarbúa á Hringbraut. VF-myndir/pket.
Föstudagur 26. apríl 2019 kl. 14:56

Skátar gengu inn í sumarið með löggu og lúðrasveit

Skátar úr Skátafélaginu Heiðabúum í Reykjanesbæ buðu sumarið velkomið með árlegri skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta. All nokkur fjöldi bæjarbúa bættist í gönguna þegar á leið en hún hófst við skátaheimilið við Hringbraut í Keflavík og fór þaðan hring sem endaði í Keflavíkurkirkju.

Fastir gestir í skrúðgöngu skátanna voru tveir lögreglumenn fremst og lögreglubíll þar á undan en ómissandi í göngunni er auðvitað Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem spila viðeigandi tónlist á leiðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að lokinni göngu var haldið í skátamessu í Keflavíkurkirkju þar sem Sr. Fritz Már Jörgensson þjónaði fyrir altari.

Það hefur verið löng hefð hjá Víkurfréttum að mynda gönguna og hér eru myndir úr henni sem og myndskeið frá upphafi hennar þar sem rætt er stuttlega við formann félagsins, Hauk Hilmarsson.

 

Skrúðganga sumardaginn fyrsta 2019