Skátar gengu inn í sumarið
Sumarið tók ágætlega á móti skrúðgöngu Skátafélagsins Heiðarbúa sem það stendur fyrir í samstarfi við Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Lögregluna. Löng hefð er fyrir því að halda fagna Sumardeginum fyrsta með skrúðgöngu þar sem genginn er góður hringur í Keflavík og endað í skátamessu sem nú var undir heitinu „Með sól í hjarta“ í Keflavíkurkirkju. Veðurguðirnir buðu göngufólk velkomið í ágætu veðri á fyrsta degi sumars.
Að skrúðgöngu lokinni messu voru skátar með skemmtidagskrá við skátaheimilið. Ágæt mæting var í gönguna eins og sjá má á myndunum og í meðfylgjandi myndskeiði sem sýnt var í beinni útsendingu á Facebook síðu Víkurfrétta.
Gangan ný lögð af stað frá skátaheimilinu.