Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Skátar frá Hamborg á leið í ævintýri
Miðvikudagur 6. ágúst 2008 kl. 11:36

Skátar frá Hamborg á leið í ævintýri

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjö skátar, frá Hamborg í Þýskalandi, ætla að ganga frá Reykjanesbæ til Víkur í Mýrdal. Þeir eru á aldrinum 14- 16 ára og einn 22 ára. Þeir verða á landinu í þrjár vikur en ferð þeirra byrjaði ekki vel. Þeir komu með Iceland Excpress frá Kaupmannahöfn í fyrradag en súlur í tjald þeirra fylgdu ekki með fluginu og virðast hafa týnst í Kaupmannahöfn.

Rannveig Garðarsdóttir hjá Upplýsingamiðstöð Reykjaness aðstoði drengina eins og hún gat í vandræðum þeirra. Hún sagði að þeir hefðu verið mjög leiðir yfir því að fá ekki súlurnar í tjaldið. Hún kom þeim í samband við Skátafélagið Heiðarbúa og fengu þeir  inni í Skátaheimilinu í Keflavík í eina nótt og svo fengu þeir lánað tjald til að geta haldið ferð sinni áfram.

Flokkurinn þeirra heitir Antares og hafa þeir ferðast víða um heim, þeir ætluðu til Finnlands en fundu ódýrt flug til Íslands og slógu þá til. Þeir voru fullir tilhlökkunar yfir að komast út úr bænum og upp til fjalla eins og einn þeirra orðaði það.