Skatan vinsæl á Þorláksmessu
Þorláksmessa fór vel af stað og steig óþefur upp af pottum í bænum þegar tók að líða á morguninn. Öll helstu veitingahús bæjarins buðu upp á skötuhlaðborð í hádeginu og fjöldi fólks, ungir sem gamlir, fengu sér skötu. Þeir sem ekki vildu skötu gátu fengið staltfisk og plokkfisk. Einnig er skata á boðstólnum í kvöld á nokkrum stöðum á Suðurnesjum.
Örn Garðarsson, eigandi Soho veitinga var með hlaðborð í Stapanum og sagði þetta hafa farið framar vonum. „Það komu mun fleiri en ég bjóst við. Við tókum við pöntunum fyrirfram en þetta var lítið auglýst svo ég er mjög ánægður,“ sagði Örn.
Hægt er að skoða myndir af skötuhlaðborðum sem teknar voru í dag í ljósmyndasafni vf.is.
VF-Myndir/siggijóns
-
Örn Garðarsson, eigandi Soho veitinga.
-