Skata á boðstólnum í dag
Þorláksmessan kemur snemma í ár en í dag er boðið upp á ilmandi skötu víðs vegar á Suðurnesjum. Í Stapa hafa Örn Garðarsson og Lionsklúbbur tekið saman höndum og bjóða upp á skötu og ýmsa aðra réttir frá klukkan 11:30 í dag til klukkan 14:30.
Í Garði er svo veglegt skötuhlaðborð á vegum unglingaráðs Víðis. Í fyrra mættu um 300 gestir en hlaðborðið er ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum hjá flestum. Bæði er skata í boði frá klukkan 11:30 - 13:30 og í kvöld klukkan 17:30 - 21:00.
Einnig er vegleg skötuveisla á Nesvöllum svo flestir ættu að finna skötuhlaðborð við sitt hæfi í dag.