Skapillur „flugher“ á Miðnesheiði
Herinn á Miðnesheiði hefur verið mikið í fréttum síðustu daga. Á Miðnesheiðinni er einnig annar her, sem ólíkt þeim fyrrnefnda gerir stöðugar árásir á landann. Það er nokkuð víst að þessi her fer í haust á suðrænar slóðir en þangað til ver hann sitt umráðasvæði með kjafti og „klóm“. Herinn sem hér um ræðir er kríuher sem gerði harða hríð að ljósmyndara þegar hann hætti sér inn á landareign kríunnar.Ljósmyndarinn slapp við gogg og hártog kríunnar en varð hins vegar að sætta sig við sjóðheitt skot úr kríunni sem var látið vaða á myndasmiðinn úr návígi.
Kríurnar á Miðnesheiði eru mjög illar þessa dagana enda ungar að skríða úr eggjum og þeir sem hætta sér inn á þeirra svæði eru reknir á brott með „skítkasti“ og háværu gargi eins og ljósmyndarinn varð að þola.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Kríurnar á Miðnesheiði eru mjög illar þessa dagana enda ungar að skríða úr eggjum og þeir sem hætta sér inn á þeirra svæði eru reknir á brott með „skítkasti“ og háværu gargi eins og ljósmyndarinn varð að þola.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson