Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skapandi með keðjusögina
Föstudagur 13. júní 2008 kl. 09:39

Skapandi með keðjusögina

Daníel Sigmundsson í Reykjanesbæ opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí 1og8 við Hafnargötu þann 17. júní næstkomandi. Þar sýnir hann skúlptúra sem unnir eru í rekavið.
Að sögn Daníels eru um 15 ár síðan hann hjó sinn fyrsta skúlptúr. Hann hefur haldið sýningar á verkum sínum og tekið þátt í samsýningum.

„Ég hef mest verið að vinna í rekavið en nota annars allar spýtur sem ég kemst yfir. Ég nota keðjusögina mikið við gerð verkanna auk annarra verkfæra. Flest verkin eru stór í sniðum en uppistaðan í þeim eru andlitsmyndir til að hengja á vegg og standandi skúlptúrar með líkamsformum," segir Daníel.

„Þetta er vissulega alltaf spurning um þetta samspil milli mín og trésins," svarar Daníel þegar hann er spurður að því hvort hann sjái listaverk úr öllum rekaviðardrumbum. „Svo þarf maður að fínna þessa fínu línu þarna á milli formsins og framlagsins. Það eru hægt að sjá eitthvað myndrænt úr öllu, hvort sem það er rekaviðardrumbur eða handklæði sem maður hendir frá sér á stólbakið."

-Ertu að vinna eftir sértöku þema eða innblæstri eða eru þetta sjálfsprottin verk?
„Þetta er svolítið blandað en sum verkin bera sterk einkenni þess sem mig langar mest að fókusa á og leika mér með. Annars verða þessi verk nokkuð til af sjálfu sér í samspili við tréð, sérstaklega andlitsmyndirnar."

Sýning Daníels verður opnuð  þann 17. júní sem fyrr segir og stendur yfir í tvær vikur. 


Mynd: Daníel við eitt verka sinna. VF-mynd: elg


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024