Skammtímavistunin Lyngsel í Sandgerði 10 ára
Núna í febrúar eru 10 ár liðin síðan starfsemi skammtímavistunarinnar Lyngsel hófst. Lyngsel er rekið af Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og er hugsað sem skammtímadvöl fyrir börn og ungt fólk með fötlun á aldrinum 4-16 ára.Sérstök meginmarkmið skammtímavistana er að börn og ungt fólk með fötlun og foreldrar/aðstandendur fái notið þjónustu til að létta álagi og hvíla bæði þjónustunotendur og foreldrana. Að börn og ungt fólk með fötlun geti átt kost á neyðarvist ef aðstæður krefjast.
Lyngsel þjónustar 20 einstaklinga og er opið frá fimmtudegi til mánudags. Yfir hverja helgi eru um 5-6 þjónustunotendur. Í Lyngseli vinna 10 starfsmenn.
Í tilefni afmælis Lyngsels verður opið hús í Lyngseli sunnudaginn 3.febrúar frá kl. 15-18. Boðið verður upp á kaffi og með því. Allir eru boðnir velkomnir og vonum við að sem flestir láti sjá sig og gleðjist með okkur í tilefni dagsins.
Lyngsel þjónustar 20 einstaklinga og er opið frá fimmtudegi til mánudags. Yfir hverja helgi eru um 5-6 þjónustunotendur. Í Lyngseli vinna 10 starfsmenn.
Í tilefni afmælis Lyngsels verður opið hús í Lyngseli sunnudaginn 3.febrúar frá kl. 15-18. Boðið verður upp á kaffi og með því. Allir eru boðnir velkomnir og vonum við að sem flestir láti sjá sig og gleðjist með okkur í tilefni dagsins.