Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skálmöld tjaldar öllu til í Grindavík
Fimmtudagur 30. maí 2013 kl. 18:28

Skálmöld tjaldar öllu til í Grindavík

Þungarokkshjómsveitin Skálmöld spilar í Grindavík fimmtudaginn 30. maí en tilefnið er Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti. Húsið verður opnað klukkan 19.00 og gert er ráð fyrir að Skálmöld stigi á svið réttum tveimur klukkustundum síðar, að undanförnum upphitunaratriðum. Sérstakt forsöluverð er í boði á www.midi.is eða 3.000 krónur en miðinn mun kosta 3.500 við innganginn meðan húsrúm leyfir.

Tónleika Skálmaldar og tónlist þarf vart að kynna. Sveitin leikur þungarokk af gamla skólanum, kryddað með nýrri áhrifum og forníslenskum stíl. Þá eru sexmenningarnir þekktir fyrir gríðarlega kraftmikla framkomu og vinalegt viðmót og því geta allir skemmt sér vel, bæði hinir göllhörðu þungarokkarar sem og fólk með mýkri smekk. Rétt er að minnast á að varningur merktur hljómsveitinni verður til sölu á staðnum, hljómdiskar, bolir og sitthvað fleira.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tónleikarnir fara fram í íþróttahúsinu í Grindavík og aldurstakmark er 18 ára.