Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Skáldin í skólanum
Miðvikudagur 25. nóvember 2009 kl. 08:36

Skáldin í skólanum


Að undanförnu hafa nemendur í Heiðarskóla unnið verkefni sem nefnist Skáld í Reykjanesbæ fyrr og nú.

Markmið verkefnisins var að auka áhuga nemenda á bókalestri en jafnframt að nemendur kynntust skáldum sem höfðu fæðst eða búið í Reykjanesbæ um lengri eða skemmri tíma.
Í tengslum við verkefnið komu skáldin, Kikka, Guðni Kolbeinsson og Úlfar Þormóðsson í heimsókn í skólann og kynntu sig og verk sín.

Í síðustu viku komu allir bekkir á sal og  fluttu fjölbreytta dagskrá um þá höfunda sem þeir höfðu kynnt sér. M.a kynntu nokkrir sér verk Hallgríms Péturssonar og voru  Heilræðavísur hans fluttar á margvíslegan hátt t.d. rappaðar og sungnar við lag Michael Jackson. Verk Kikku fékk góða umfjöllun og nemendur sungu lög úr Ávaxtakörfunni. Nokkrir hópar kynntu sér rithöfundinn Bryndísi Jónu og gerðu m.a. myndband með viðtali við hana. Guðni Kolbeinsson og bók hans Mömmustrákur fékk umfjöllun og ljóð Sveinbjarnar Egilssonar voru flutt svo fátt eitt sé nefnt.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024