Skák og mát!
Skák er góð skemmtun. Það vita þeir sem hafa leikið þessa dásamlegu íþrótt. Yfirleitt er þessi herkænskuíþrótt leikinn í ylgóðum herbergjum en nú kveður við nýjan tón. Sundlaugar Suðurnesja tefla nú fram taflborðum sem gætu átt eftir að njóta mikilla vinsælda meðal sundlaugargesta. Nýverið veitti Krakkaskák.is og HS Orka Sundmiðstöðinni í Reykjanesbæ taflborð sem flýtur á korki og því er hægt að tefla í sjálfri sundlauginni. Karl Steinar Guðnason, fyrrverandi formaður verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og fyrrverandi forstjóri Tryggingastofnunnar, var sá fyrsti sem spreytti sig á taflborðinu. Karl Steinar skoraði á kollega sinn í heita pottinum sem hafði hins vegar lítinn áhuga á skákinni og skoraðist undan. Það eiga þó margir eftir að verða skák og mát í lauginni á næstu vikum.
VF-mynd: Jón Júlíus Karlsson