Skagfirsk villibráðaveisla á Ránni
Sælkerar og aðrir matarunnendur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Ránni um helgina þar sem kokkurinn Óli í Ólafshúsi á Sauðárkróki mun matreiða fyrir gesti.
Á boðstólum verður Skagfirsk villibráðaveisla og hráefnið kemur eingöngu úr Skagafirðinum. Óli í Ólafshúsi er flestum sælkerum landsins að góðu kunnur en hann veiddi sjálfur allt það sem verður á boðstólum.
Að kvöldverði loknum á föstudags- og laugardagskvöld mun hljómsveitin SÍN leika fyrir dansi fram á rauða nótt.
VF-mynd/ Í nógu verður að snúast hjá Guðmundi og Vífli á Ránni um helgina.