Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skagafjörður og nýtt járn á þakið
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 25. apríl 2021 kl. 07:17

Skagafjörður og nýtt járn á þakið

Víðir Sveins ætlar að ferðast innanlands en væri til í að fljúga til Krítar

Víðir Sveins Jónsson myndi panta far til Krítar eða Noregs ef það slökknaði á veirunni núna. Hann ætlar að ferðast innanlands í sumar og heimsækja Akureyri og Skagafjörð og kannski Vestfirðina.

– Hvað er efst í huga eftir veturinn?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ánægður að sumarið er handan hornsins, sem ég vona að verði gott. Heyrði það sagt einu sinni af vitrum manni að það væru bara þrjár árstíðir á Íslandi, haust vetur og von. Við værum alltaf að vonast eftir góðu vori og góðu sumri.“

– Hversu leiður ertu orðinn á Covid?

„Er búinn að vinna töluvert að heiman síðasta árið í sjálfskipaðri sóttkví eða að vinnuveitandi sendi mig heim. Hef sem betur fer sloppið við að veikjast og mitt fólk. Snýst allt um COVID eðlilega enda um farald að ræða sem getur haft alvarlegar afleiðingar hjá fólki sem veikist.

Er kominn með upp í kok eins og allir held ég!“

– Ertu farinn að gera einhver plön fyrir sumarið, t.d. ferðalög? Ætlarðu til útlanda?

„Ætla að eyða sumrinu innanlands með fjölskyldu, sumarhús á Akureyri er planað. Það verður eitthvað farið í Skagafjörðinn til elstu minnar og afastrákanna. Aldrei að vita nema farið verði á Vestfirðina enda staðið til í nokkur ár. Svo þarf að nota sumarið til að skipta um járn á þakinu á heimilinu, það er víst ekki gert á öðrum tíma.“

– Hvað myndir þú gera ef heimurinn yrði Covid-frír í næstu viku?

„Panta far til Krít í tvær vikur eða til mágs míns og fjölskyldu í Noregi.“

– Uppáhaldsmatur á sumrin?

„Grillaðar kalkúnabringur með sveppasósu konunnar og grillkartafla með.“

– Uppáhaldsdrykkur á sumrin?

„Dós af Pepsi Max eða gott vatnsglas er best.“

– Hvert myndir þú fara með gest á Reykjanesinu fyrir utan gosslóðir?

„Vá, mikið að sjá á mögnuðu Reykjanesinu. Bara að setjast upp í bíl með gott nesti og góða myndavél, spenna beltið og njóta.“

– Hver var síðasta bók sem þú last?

„Án filters eftir Björgvin Pál var tekin á Storytel. Les allt of lítið en núna er verið að fara í gegnum Hingað til með Herra Hnetusmjör. Magnað af 25 ára strák að gefa út ævisögu, viss húmor í því nema að hann sé að kveðja. Síðasta plata hans heitir jú Erfingi krúnunnar og eitt laga á plötunni Takk fyrir allt. Kannski veit hann eitthvað sem aðrir vita ekki!“

– Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna?

„Fix you með Coldplay.“

– Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjarfélagi á þessu ári?

„Að Sunny Kef standi undir nafni og að allir innbyrði fullt af vítamíni. Svo vona ég að það verði Ljósanótt, sérstök stemmning, allir kátir og glaðir.“