Sjúkraþjálfun opnar á ný - Grindavíkurbær gefur tæki
Heilsugæslan í Grindavík býður upp á sjúkraþjálfun á ný eftir árs hlé. Til þess að hægt væri að opna starfsemina á ný vantaði tæki og tól og hljóp Grindavíkurbær undir bagga með heilsugæslunni og gaf æfinga- og lasertæki fyrir tæpar tvær milljónir króna.
Petrína Baldursdóttir, forseti bæjarstjórnar, afhenti tækin formlega við athöfn í sjúkraþjálfunarsal Heilsugæslu Grindavíkur á fimmtudaginn. Petrína fagnaði því að sjúkraþjálfunin hefði opnað á nýjan leik. Þá gaf Verkalýðsfélag Grindavíkur svokallaðan bráðavagn sem er nauðsynlegur á stofnun sem þessari.
www.grindavik.is greinir frá.