Sjúk ást í Fjörheimum
Sjúk ást (Stígamót) voru með fyrirlestur í Fjörheimum félagsmiðstöð ungmenna í Reykjanesbæ í gær, miðvikudaginn 11. apríl fyrir alla 8.-.10. bekkinga í Reykjanesbæ.
Fjallað var um heilbrigð- og óheilbrigð sambönd, birtingarmynd ofbeldis, jafnrétti, kynlíf og klám. Alls mættu um 30 ungmenni sem hlustuðu áhugasöm á fyrirlesturinn og tóku þátt í umræðum.