Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Föstudagur 21. júní 2002 kl. 12:16

Sjóstangaveiðin nýtur mikilla vinsælda

Báturinn Hvalbakur hefur verið gerður út frá smábátahöfninni í Grófinni undanfarin sex ár. Báturinn sem er 7 tonn tekur 14 farþega og um borð eru 8 sjóstangir. Hann var til að byrja með bæði notaður í hvalaskoðun og sjóstöng en málin hafa þróast þannig að nú er hann aðallega notaður í það síðarnefnda. Eigendur bátsins, þeir Jón Sæmundsson og Valdimar Axelsson, segja að sumarið líti vel út enda hafi aðsóknin aukist á hverju ári frá því þeir hófu að gera bátinn út til sjóstangveiði og útlit sé fyrir að þeir muni toppa í ár. Að sögn Jóns hafa Bandaríkjamenn búsettir á Keflavíkurflugvelli verið duglegir að renna fyrir fisk með Hvalbaki og svo séu heimamenn einnig verið koma oftar. “Íslendingar hafa verið að auka ferðir sínar til okkar og eru það gleðitíðindi. Þá eru þetta oft vinahópar eða litlir hópar af vinnustöðum hér í bæ eða annars staðar frá", segir Jón og bætir við að þeir séu oft beðnir um að halda smá keppni. “Þegar svona hópar koma vilja þeir oft keppa sín á milli um hver veiðir stærsta fiskinn og þyngsta. Við sjáum því um að vigta og mæla fiskana fyrir fólkið svo allt sé nú pottþétt". Venjulega hefur veiðin verið mjög góð og oft gerist það að menn næli sér í marga og væna fiska og fyrir tveimur árum fékk t.d. einn bandarískur varnarliðsmaður 20 tonna hnúfubak á stöngina hjá sér.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024