Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 29. desember 1999 kl. 22:28

SJÓSLYSIN VIÐ REYKJANES

Jón Borgarsson er fæddur árið 1933 á Hesteyri í Jökulfjörðum. Hann fluttist í Hafnirnar árið 1947 og starfaði þar sem sjómaður en hann hefur gegnt ýmsum störfum hin síðari ár. Þegar Jón kom fyrst suður voru Hafnir lítið þorp og þar var ekkert um að vera. Hann var vélstjóri í frystihúsinu árið 1953 og þá sá hann m.a. um veita rafmagni frá frystihúsinu. „Ég minnist þess að fólki þótti mikill munur að fá rafmagn, þó það væri bara til ljósa. Svo kom rafmagnið frá Rafmagnsveitu ríkisins 1955 og 1956 kom kalt vatn og skolplagnir. Koma rafmagnsins er auðvitað það sem stendur uppúr og þetta þótti hið merkilegasta mál. Löngu síðar kom hitaveitan og ég tel það einn merkasta atburð á Suðurnesjum“, segir Jón. Þorbjarnarslysið á Reykjanesi verður lengi í minnum haft en Jón var einn björgunarmanna. „Ég bjargaði einum manni af Þorbirni en allir hinir fórust. Þetta var algjör hryllingur og svona hlutum gleymir maður auðvitað aldrei. Ég minnist líka fleiri sjóslysa og í tveimur tilfellum gátum við bjargað öllum. Það var svakalega notaleg tilfinning“, segir Jón. Það sem stendur líka upp úr í minningunni hjá Jóni er hinn margfrægi þjófnaður á akkeri skipsins James Town sem strandaði árið 1888 við Hafnir. „Ég var sakaður um að stela þessu akkeri. Ég sá það fyrst þegar ég var strákur og gat ekki gleymt því en það stóð á landi Stafness. Einn daginn tók ég mig til ásamt félaga mínum og hirti akkerið en það er nú staðsett við björgunarsveitarhúsið suðurfrá.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024