Sjórinn síkáti: Gestir nutu veðurblíðunnar

Veðrið lék svo sannarlega við Grindvíkinga og gesti þeirra í dag en bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti fer fram um þessa helgi. Mannfjöldinn naut veðursins og þeirrar skemmtidagskrá sem í boði var og verður framhaldið í kvöld með dansleikjahaldi fram á rauða nótt.
Á morgun er svo sjómannadagurinn með þéttskipari dagskrá frá morgni til kvölds þar sem þungamiðjan í henni er á hafnarsvæðinu eftir hádegið. Nánari dagskrárliði er hægt að kynna sér á heimasíðu Grindavíkurbæjar á slóðinni www.grindavik.is.
Þessar myndir voru teknar í Grindavík í dag.
VFmyndir/elg.


 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				