Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Sjónvarp Víkurfrétta á fjölbreyttum nótum í kvöld
  • Sjónvarp Víkurfrétta á fjölbreyttum nótum í kvöld
    Í eldhúsinu hjá Menu á Ásbrú þar sem yfir 1000 máltíðir eru eldaðar á dag meðan loftrýmisgæslan stendur yfir.
Fimmtudagur 27. febrúar 2014 kl. 10:38

Sjónvarp Víkurfrétta á fjölbreyttum nótum í kvöld

– þátturinn sýndur á ÍNN og vf.is í kvöld kl. 21:30

Sjónvarp Víkurfrétta verður á fjölbreyttum nótum í kvöld en þriðji þáttur ársins verður sýndur í kvöld á ÍNN kl. 21:30.

Í þætti kvöldsins förum við í eldhúsið hjá Menu á Ásbrú þar sem kokkarnir voru að elda yfir 1000 máltíðir á sólarhring fyrir þrjá heri sem höfðu aðsetur á Keflavíkurflugvelli á meðan loftrýmisgæslan og sameiginlegt þjálfunarverkefni norska, sænska og finnska hersins fór fram hér á landi undir merkjum Iceland Air Meet 2014.

Ævintýraleiðsögunámið hjá Keili er örugglega líflegasta námið sem boðið er uppá hér á landi. Í þættinum tökum við hús á Íþróttaakademíu Keilis sem kennir námið í samstarfi við kanadískan háskóla og sjáum magnaðar myndir úr náminu.

Við kíkjum á þemadaga í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem fóru fram í síðustu viku og sýnum einnig nokkur brot úr söngleiknum Dirty Dancing sem Vox Arena og NFS settu upp í sameiningu í Andrews á Ásbrú.

Þá sýnum við stemmninguna þegar Grindvíkingar urðu bikarmeistarar í körfuknattleik um síðustu helgi og birtum viðtöl við nokkra káta Grindvíkinga við sama tækifæri.

Þátturinn verður á ÍNN kl. 21:30 en verður einnig aðgengilegur hér á vf.is og sýndur á Kapalrásinni í Reykjanesbæ.



Loftrýmisgæslan og það sem gerist á bakvið tjöldin er skoðað í þættinum í kvöld.



Sjónvarp Víkurfrétta tók púlsinn á þemadögum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.



Nokkur sýnishorn úr Dirty Dancing verða í þættinum í kvöld.



Ævintýraleiðsögunámið hjá Keili verður til umfjöllunar. Ítarlegt viðtal er við Ragnar Þór Þrastarson sem sér um námið hjá Keili.



Grindvíkingar eru bikarmeistarar í körfuknattleik. Stemmningin er öll í þættinum í kvöld.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024