Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sjónvarp: „Það geta allir hlaupið og liðið vel á meðan“
Þriðjudagur 31. janúar 2017 kl. 06:00

Sjónvarp: „Það geta allir hlaupið og liðið vel á meðan“

Vaxandi áhugi er á hlaupi og skokki á Suðurnesjum og sífellt fleiri sem tileinka sér þennan lífsstíl og hressandi útiveru. Sjónvarp Víkurfrétta kíkti á hlaupabrautina við fótboltavöllinn í Keflavík á dögunum, sem heimamenn kalla vetrarbrautina. Þar var fjöldi fólks að spretta úr spori og í gangi hlaupaæfing á vegum 3N, þríþrautardeildar UMFN, og námskeið á vegum Hlaupa Fit Camp, bæði fyrir byrjendur og aðeins lengra komna. Guðbjörg Jónsdóttir hefur stundað hlaup í mörg ár og er meðal þjálfara hjá öllum hópunum. Við spjölluðum við Guðbjörgu sem sagði meðal annars að veðrið þyrfti ekki að vera nein fyrirstaða og að nær allir geti hlaupið og liðið vel á meðan.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024