Sjónvarp: Parayoga í Om-setrinu
Sjónvarp Víkurfrétta kíkti nýverið í parayoga-tíma í Om-setrinu í Kjarna í Reykjanesæ. Ekki er vitað til þess að boðið sé upp á slíka tíma annars staðar á landinu. Yogaleiðbeinandinn Anna Margrét Ólafsdóttir leiðir, með aðstoð eiginmanns síns Inga Þórs Ingibergssonar, þátttakendur í gegnum styrktaræfingar, teygjur og slökun sem hún er handviss um að hafi góð áhrif á sambönd hjóna, kærustupara, mæðgna, feðga, systkina, vina og allra annarra gerða af pörum.
Parið Anna Guðrún Heimisdóttir og Arnar Stefánsson segja einnig frá upplifun sinni af námskeiðunum hjá Önnu Margréti.