Sjóndeildarhringurinn í Bling Bling
 Sjóndeildarhringurinn er heiti myndlistarsýningar sem Jane María Sigurðardóttir hefur sett upp í Bling Bling á Hafnargötu. Þar gefur að líta verk sem eru, eins og nafnið gefur til kynna, tileinkuð sjóndeildarhringnum þar sem mætast himinn og haf en fyrirmyndir sækir Jane María á ýmsa staði við strandlengju landsins.
Sjóndeildarhringurinn er heiti myndlistarsýningar sem Jane María Sigurðardóttir hefur sett upp í Bling Bling á Hafnargötu. Þar gefur að líta verk sem eru, eins og nafnið gefur til kynna, tileinkuð sjóndeildarhringnum þar sem mætast himinn og haf en fyrirmyndir sækir Jane María á ýmsa staði við strandlengju landsins.
Jane málar eingöngu með akrýl. Einnig notar hún fjörusand sem gefur myndunum skemmtilega þrívíddaráferð, þar sem áhorfandinn stendur á ströndinni og horfir út að ystu sjónarrönd og veltir því fyrir sér hvað sé handan hafsins. Mikil fjarvídd í bland við áhrifaríka litameðferð gefa myndum skemmtilega dýpt og dulúð.
Jane María er sjálfmenntuð í myndlistinni en þessi sýning ber því vitni að hún hefur náð all góðum tökum á því sem hún er að gera. Að hennar sögn hefur hún verið að fást við myndlist allt frá barnæsku en hún er fædd og uppalin í Keflavík.
Þetta er þriðja sýning Jane Maríu og stendur hún yfir til 29. júní.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				