Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Sjómenn íslenskir erum við“
Fimmtudagur 4. júní 2015 kl. 10:06

„Sjómenn íslenskir erum við“

– Sjóarinn síkáti í Grindavík 2015

Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins haldin um Sjómannadagshelgina, 5.-7. júní 2015 , til heiðurs íslenska sjómanninum og fjölskyldu hans.  Hátíðin hefur vaxið með hverju árinu, þar er fjölbreytt dagskrá alla helgina en mikið er lagt upp úr vandaðri barnadagskrá. Um 20 til 25 þúsund manns koma á hátíðina á hverju ári. Líkt og undanfarin þrjú ár verður bænum skipt upp í fjögur litahverfi.

„Við erum metnaðarfull í Grindavík og erum sífellt að reyna að þróa og gera bæjarhátíðina okkar glæsilegri  með hverju árinu því Grindvíkingar gera miklar kröfur.  Sjóarinn síkáti verður með ýmsar nýjungar í ár.  Má þar nefna Skonrokkstónleika á laugardagskvöldinu í íþróttahúsinu, fiskasafn með lifandi sjávardýrum í fiskabúrum á bryggjukantinum við hátíðarsviðið á sjómannadeginum, keppnin sterkasti Víkingur heims með 8 útlenda keppendur, körfuboltamót fyrir yngri iðkendur, leiktæki verða nú einnig á bryggjuballinu á föstudagskvöldinu, Sjóara síkáta hlaupið og síðdegistónleika á hátíðarsviðinu. Þá verða Vísissystkinin með minningartónleika um Palla og Möggu í Grindavíkurkirkju auk þess sem í tilefni af 50 ára afmæli Vísis er bæjarbúum og gestum Sjóarans síkáta boðið að skoða fiskvinnslur fyrirtækisins undir leiðsögn eigenda“, segir í tilkynningu frá Grindavíkurbæ.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024