SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Mannlíf

Sjómannamessa í Keflavík á sunnudag
Föstudagur 2. júní 2023 kl. 08:42

Sjómannamessa í Keflavík á sunnudag

Sjómannamessa verður í Bíósal Duus Safnahúsa í Reykjanesbæ sjómannadaginn 4. júní kl. 11.

Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju leiða söng við undirspil og stjórn Alexanders Grybos. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Við lok stundar verður gengið að minnismerki sjómanna á Bakkalág við Hafnargötu og þar lagður blómakrans frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis.

„Verið öll innilega velkomin að koma, njóta orða og tónlistar og leggja íslenska sjómanninn og sjómennsku í fyrirbæn,“ segir í tilkynningu.

Kaffi og nýsteiktar kleinur á borðum.