Sjómannadsagsmessur í Útskálakirkju og Hvalsneskirkju
Sjómannadagsmessur voru í Útskálakirkju og Hvalsneskirkju samkvæmt venju. Vel heppnaðar og vel sóttar stundir. Félagar úr Karlakór Keflavíkur sungu undir stjórn Jóhanns Smára Sævarssonar við orgelleik Stefáns H. Kristinssonar, Kristbjörg Eyjólfsdóttir sjómannaskona flutti ræðu, sjómannssynir báru kransinn í Útskálakirkju og félagar úr Björgunarsveitinni Sigurvon í Hvalsneskirkju.