Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sjómannadagurinn í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 6. júní 2006 kl. 11:47

Sjómannadagurinn í Reykjanesbæ

Í tilefni sjómannadagsins verður haldin uppákoma í Bátasafni Gríms Karlssonar í Duushúsum.  Laugardaginn 10. júní kl. 14.30 munu nokkrir gamlir sjóhundar taka þátt í pallborðsumræðum undir stjórn Árna Johnsen þar sem  sögur af sjónum verða sagðar. Þeir sem fram koma eru m.a. Grímur Karlsson, Ólafur Björnsson, Hafsteinn Guðnason, Gunnlaugur Karlsson o.fl. Einnig verður því fagnað að ný líkön hafa borist safninu að gjöf og eru nú tæplega 90 bátar í breyttri sýningu. Kaffiveitingar í lok dagskrár.

Félag áhugamanna um Bátasafn Gríms Karlssonar stendur að skemmtuninni ásamt Reykjanesbæ og allir eru velkomnir. Einnig má minna á að þetta er síðasta helgi færeysku málverkasýningarinnar í Listasalnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024