Bilakjarninn
Bilakjarninn

Mannlíf

Sjómannadagsskrá í Duushúsum
Fimmtudagur 4. júní 2009 kl. 08:35

Sjómannadagsskrá í Duushúsum


Í tilefni sjómannadagsins verður dagskrá í Duushúsum næstkomandi sunnudag 11.00

Dagskráin hefst á sjómannamessu í Bíósalnum á vegum Keflavíkurkirkju. Skúli Ólafsson predikar. Félagar úr kór Keflavíkurkirkju, Ásgeir nikkari, Sveinn Sveinsson og Sigrún Gróa sjá um tónlistina.

Hafsteinn Guðnason, formaður Félags áhugamanna um Bátasafn Gríms Karlssonar afhendir safninu 4 ný bátalíkön eftir Grím.

Grímur Karlsson segir sögur tengdar þessum nýju bátum, Ólafur Björnsson útgerðarmaður afhendir safninu bátalíkan og Kristján Jónsson kennari segir frá ýmsu markverðu úr útgerðarsögu Keflavíkur.

Bílakjarninn
Bílakjarninn