Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sjómannadagsskrá í Duushúsum
Fimmtudagur 4. júní 2009 kl. 08:35

Sjómannadagsskrá í Duushúsum


Í tilefni sjómannadagsins verður dagskrá í Duushúsum næstkomandi sunnudag 11.00

Dagskráin hefst á sjómannamessu í Bíósalnum á vegum Keflavíkurkirkju. Skúli Ólafsson predikar. Félagar úr kór Keflavíkurkirkju, Ásgeir nikkari, Sveinn Sveinsson og Sigrún Gróa sjá um tónlistina.

Hafsteinn Guðnason, formaður Félags áhugamanna um Bátasafn Gríms Karlssonar afhendir safninu 4 ný bátalíkön eftir Grím.

Grímur Karlsson segir sögur tengdar þessum nýju bátum, Ólafur Björnsson útgerðarmaður afhendir safninu bátalíkan og Kristján Jónsson kennari segir frá ýmsu markverðu úr útgerðarsögu Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024