Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur heiðraði þrjá sjómenn
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðarlegur á Sjóaranum síkáta að vanda á vegum Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Eftir sjómannamessu í Grindavíkurkirkju voru hátíðahöld við Bryggjuna. Þar voru þrír fyrrverandi sjómenn heiðraðir fyrir að gera að sjómennsku að ævistarfi sínu, þeir Gísli Jónsson, Ólafur Ágústsson og Reynir Jóhannsson. Þá voru veitt verðlaun fyrir róðrakeppni, netaviðgerðir og fleira.
Myndin: Frá heiðruninni á Sjómannadaginn. Lengst frá vinstri: Viðar Geirsson frá Sjómanna- og vélstjórafélaginu í Grindavík, Íris Ólafsdóttir, Ólafur Ágústsson heiðurshafi, Ágústa Ólafsdóttir, Margrét Brynjólfsdóttir, Gísli Jónsson heiðurshafi, Jenný Jónsdóttir, Reynir Jóhannsson heiðurshafi og Kristinn Benediktsson ritstjóri Sjómannadagsblaðsins.