Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sjómaður úr Grindavík í The Voice Ísland
Miðvikudagur 28. október 2015 kl. 14:12

Sjómaður úr Grindavík í The Voice Ísland

„Maður má ekki láta stressið éta sig.“

Grindvíkingurinn Ellert Heiðar Jóhannsson verður meðal keppenda í The Voice Ísland á föstudagskvöld. Sá þáttur verður svokallaður einvígisþáttur þar sem söngvarar verða paraðir saman og keppa hver á móti öðrum. Ellert er í liði Helga Björns og segist hafa lært mikið af þeim reynslumikla söngvara. „Þetta er mjög gaman og sérstök reynsla og það hefur verið gaman að kynnast öllu fólkinu í kringum þættina. Umgjörðin er mikil er ekki á hverjum degi sem maður fær að taka þátt í einhverju í líkingu við The Voice,“ segir hann.

Ellert er sjómaður á bátnum Auði Vésteins frá Grindavík. Hann fékk símhringingu í sumar og var spurður hvort hann hefði áhuga á að taka þátt í The Voice Ísland. „Ég hugsaði málið aðeins og ákvað svo að láta slag standa.“ Ellert er frá Sauðárkróki en flutti til Grindavíkur fyrir sjö árum. Hann var söngvari hljómsveitarinnar Vonar frá Sauðárkróki í nokkur ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Er ekki stressandi að koma fram í sjónvarpi og syngja?

„Jú, jú, það er stressandi en maður má ekki láta stressið borða sig því þá byrjar maður að klikka. Þá er bara að telja upp i tíu.“

Næstu þrjá föstudaga verða einvígi á milli keppenda í The Voice Ísland. 20. nóvember hefjast svo úrslitaþættirnir sem verða í beinni útsendingu.