Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Mannlíf

Sjókajaknámskeið hjá Miðstöð símenntunar
Mánudagur 21. mars 2005 kl. 12:12

Sjókajaknámskeið hjá Miðstöð símenntunar

Starf Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum er komið á fullt skrið. Meðal námskeiða sem boðið verður upp á er sjókajak námskeið laugardaginn 2. apríl. Námskeiðið miðar að því að þátttakendur fái góða þekkingu á sjókajak ferðabúnaði og geti undirbúið og framkvæmt öruggar ferðir á eigin vegum. Farið verður yfir undirstöðuatriði við róðrartækni og að geta bjargað sjálfum sér og ferðafélögum erið einfaldar aðstæður. Megin markmið námskeiðsins eru þrjú:

-Að þátttakandinn fái góða þekkingu á sjókajakferðabúnaði.
-Að þátttakandinn læri að undirbúa og framkvæma öruggar ferðir á eigin vegum.
-Að þátttakandinn læri undirstöðu-róðrartækni, og geti bjargað sjálfum sér og ferðafélögum sínum við einfaldar aðstæður.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sigurjón Þórðarson. Hann er reyndur leiðbeinandi og fararstjóri frá Ultima Thule. Nánari upplýsingar eru hjá Miðstöð símenntunar í síma 421 7500 eða www.mss.is
Mynd úr safni

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25