Sjóðheitar dagbækur frambjóðenda í Suðurkjördæmi
Meinhægir glæpaþættir, meintar njósnir, sæeyru, knæpurölt, ósannindi og "swing" á trommum inni í bílkúr er meðal þess sem framjóðendur fjalla um í dagbókarbrotum sem þeir sendu Víkurfréttum í aðdraganda kosninga. Dagbókarbrotin eru meðfylgjandi og sett upp í starfrófsröð eftir listabókstöfum. Hefst nú lesturinn!Vetnisbíl ekið í fyrsta sinn á Suðurnesjum
- Dagbók Hjálmars Árnasonar hjá Framsóknarflokki:
Náði að sofa vel út þennan morgun eftir gott dagsverk deginum áður með tilheyrandi vinnustaðaheimsóknum á Suðurnesjum, símhringingum, greinarskrifum og endaði kvöldið með heimsókn á aðalfund hins frábæra hóps - Geirfuglanna.
08-09. Morgunkaffi og blaðalestur. Í fyrsta sinn í langan tíma hægt að lesa blöðin í rólegheitum. Gott að sjá skoðanakannanir vera að snúast okkur í hag. Góð byrjun á degi.
09-10. Tölvan í gang, svara tölvupósti, m.a. PINC-samtökunum í Hollandi sem vilja fá mig til að flytja fyrirlestur hjá sér 18. maí um nýsköpun. Steinólfur, vinur minn Lárusson, á Skarðsströnd hringdi og sagðist ekki komast suður vegna heilsubrests. Afar leitt enda ætlaði Steinólfur að láta draum sinn rætast um að sitja í vetnisbíl. Jón Björn hringir vegna vetnisbílsins - allt klárt. Eysteinn harðstjóri og öflugasti kosningastjóri í heimi hringir með röð af skilaboðum. Hvar værum við án hans?
10-11. Læðist út í bílskúr enda klukkan orðin 10 (bannað að spila frá 22-10) og næ að taka örlítið „swing” á trommunum sem hafa verið skammarlega vanræktar síðustu daga. Góð hvíld fyrir annríki dagsins. Við hjónin náum aðeins að spjalla saman og skipuleggja helgina áður en hún fer á einhvern menningarfundinn.
11-12. Skilaboðum svarað á tölvu og í síma. Heyri í Guðna og Ísólfi Gylfa. Báðir
hressir eftir gærdaginn. Sé að ég kemst ekki í afmæli Sigga Sigursveins, skólameistara á Selfossi, en við Guðni ákveðum að ég útbúi gjöf frá okkur en Guðni afhendi með ræðu í dag. Finn viðeigandi “andlit” úr steinasafninu af Selatöngum.. Grjótinu komið til Ómars í Blómaval til skreytinga. Af stað til Grindavíkur.
12-13. Fjölskylduhátíð í Grindavík. Frammarar með hátíð um land allt. Allt komið gang hjá Svavari, Gunnari Má, Deidu og okkar fólki í Grindavík. Hoppukastali, blöðrur, grill, íspinnar og fleira skemmtilegt. Mikið rennerí og hin frábæra stemmning Grindvíkinga. Margt fólk að spjalla við. Góður hugur.
13:30. Á leið til baka. Síminn (kominn með handfrjálsan) notaður á leiðinni. Jón Björn kominn með bílinn að Fitjum. Þýski tæknimaðurinn útskýrir hvernig eigi að aka og svo er lagt af stað - í fyrsta sinn á VETNISBÍL Á SUÐURNESJUM. Langþráð og söguleg stund. Jón Björn var starfsmaður MOA áður en við „stálum” honum til vetnisfélagsins. Ók bílnum að Framsóknarhúsinu við Hafnargötu þar sem Fjölskylduhátíð var að byrja. Margir mjög áhugasamir um bílinn. Skemmtileg stemmning og sannkölluð fjölskylduhátíð. Skaust með Þórði bílstjóra að sækja afmælisgjöf Sigga skólameistara. Frábær vinna hjá Ómari. Jóhannes fyrrum Suðurnesjamaður og eftirherma í góðum gír. Vel heppnað. Hvalaskoðunarferð ungra í kvöld rædd -allt í sóma hjá Ingva Þór hinum vaska.
17-18. Heima. Þakka Valgerði fyrir aðstoðina á hátíðinni. Hringi í Krissa vin minn Albertsson. Léttir yfir að hann er kominn af af sjúkrahúsi og ekki alvarlega veikur. Undirbý mig fyrir veislustjórn hjá Félagi pípulagningameistara á Grand-hótel. Ekki í stuði en verð að standa við mitt.
19-22. Veislustjórnin. Gekk bara þokkalega, skemmtilegur hópur og fín stemmning. Skarphéðinn pípari er formaður og Suðurnesjum til sóma. Lauma mér heim þegar dansinn byrjar og renni í hlað um 23:30. Næ aðeins að ræða við mæðgur en sofna um 00:30 enda eins gott að vera velupplagður í fyrramálið þegar kosningastjórn hittist á Selfossi kl.10.
Bara vika eftir. Þá verða allir fegnir. En kemst ég inn á þing? Ýmist úti eða inni samkvæmt könnun. Svar fæst 10. maí.
Opnun kosningaskrifstofu í Garði og ósannindum í Mogganum svarað
- Dagbók Árna Ragnars Árnasonar hjá Sjálfstæðisflokki:
Laugardagur 3. maí 2003 rann upp með sólskini og sumarbirtu, en ekki beinlínis hlýindum. Ég vaknaði snemma og fékk mér venjubundinn morgunverð um sex leitið, lýsi og vítamín í súrmjólk með morgunkorni og orkudrykk í lokin. Langur dagur var fram undan og gott að eiga stutta morgunstund áður en erill baráttunnar leggur daginn undir sig.
Kl. 07:00 Baðaður og klæddur, hóf vinnudaginn með því að fara yfir tölvupóstinn, og síðan að líta yfir fjölmiðlayfirlit og kíkja inn á helstu stjórnmálavefsíðurnar. Nú lá fyrir mat óháðs aðila sem ekki starfar í stjórnmálum á líklegum afleiðingum hugmynda Samfylkingar um að innkalla (fyrna) allar aflaheimildir og leigja þær á uppboði. Það er samdóma álit þessa aðila og flestra annarra að ekki þurfi lengi að bíða þess að sjávarútvegsfyrirtækin verði ekki lengur þróttmikil og reisuleg, heldur taki þá við bullandi tap og þau einskis virði, gjaldþrota á fáum árum. Verstar verða afleiðingar af hugmyndum Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins. Báðar leiða til þess að sjávarútvegurinn verður ekki lengur hagkvæmur né arðbær, nýtt starfsumhverfi samkvæmt hugmyndum þessara flokka mun leiða til þess að hann verður aftur í sömu stöðu og var um 1990. Þá var bullandi tap á öllum sjávarútvegsfyrirtækjum, enginn vildi eignast þau því þau börðust öll í bökkum og þurftu stöðugt stuðning og styrki stjórnvalda. Rukkarar stjórnuðu vinnudegi stjórnenda fyrirtækjanna sem höfðu ekki ráðrúm til stefnumótunar, ákvarðana um reksturinn né þeirrar fyrirhyggju sem fyrirtæki þarfnast.
Kl. 10:00 stuttur fundur á kosningaskrifstofu flokksins í Suðurkjördæmi, með kosningastjóra kjördæmisins og kosningastjóra fyrir Reykjanesbæ ásamt fólki úr einum þeirra vinnuhópa sem starfa með þeim. Verið er að undirbúa starfið síðustu vikuna og á kjördag.
Kl. 11:00 spjallfundur Sjálfstæðismanna á Café Duus. Kvöldið áður var í Stapa fundur á fjórða hundrað manns með Davíð Oddssyni, formanni flokksins og forsætisráðherra, mér sem oddvita lista okkar í Suðurkjördæmi, Böðvari Jónssyni og Helgu Þorbergsdóttur sem skipa 5. og 6. sæti listans. Fyrr um daginn var fundur með Davíð á kosningaskrifstofu ungra Sjálfstæðismanna. Fundirnir þóttu takast afar vel. Þar svaraði Davíð m.a. spurningu um staðhæfingar Kristjáns Pálssonar að hann hafi samið um að ganga í þingflokk Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar. Svarið var skýrt: Það kemur ekki til álita og hefur ekki verið rætt.
Kl. 12:00 fundur sérstaks vinnuhóps um starfið á kjördag, og virkjun sem flestra stuðningsmanna flokksins.
Kl. 14:00 fundur í heimahúsi í Keflavík þar sem hittust fáeinir mjög traustir trúnaðarmenn og vinir yfir kaffi til að ræða málin og spá í spilin.
Kl. 16:00 opnuð kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Samkomuhúsinu í Garði. Í þessu höfuðvígi okkar á Suðurnesjum í gegnum áratugi er ávallt gaman að fylgjast með starfi okkar manna. Þeir vinna vel og munu eflaust skila sínu.
Kl. 20:00 Mér bent á að í Morgunblaðinu á morgun, sunnudag fer Gunnar Örlygsson með sömu ósannindi og Kristján Pálsson hefur haft uppi um afstöðu mína til kvótaþaksins svonefnda, eða samþjöppunar í sjávarútvegi. Ég sendi blaðinu svargrein. Margar þingræður mínar sýna þá sannfæringu mína að okkur hentar fjölbreytni í sjávarútvegi til að nýta auðlindina í fiskimiðum okkar. Mér er óskiljanlegt hvers vegna þessir menn vilja halda fram ósannindum. Það er lélegur málstaður sem þarf ósannindi sér til varnar og lélegur málsvari sem beitir þeim.
Þá var eftir að undirbúa morgundaginn. Eldsnemma á að hefja ferð um Suðurland með viðkomu á einhverjum stöðum, fundur í Öræfum um miðjan dag og viðkoma á einhverjum stöðum í bakaleið.
Árni Ragnar Árnason, alþm. 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Bauð ungum sjálfstæðismanni til Grindavíkur í kaffisopa og kvótaspjall!
- Dagbók Kristínar Maríu Birgisdóttur hjá Frjálslyndum:
Dagurinn hófst snemma þegar ég fór að vinna klukkan níu í Aðal-Braut í Grindavík, klukkan ellefu leysti mamma mig af og fór ég á fund með Frjálslynda flokknum á kosningaskrifstofunni í Reykjanesbæ og ræddum við m.a. hvernig við ætlum að hafa síðustu viku fyrir kosningar. Síðasta vika skiptir miklu máli og setja þarf allt á fullt. Við áttum ágætis fund saman. Þegar ég snéri aftur til Grindavíkur fór ég að skrifa greinar sem ég ætla að reyna fá birtar fyrir 10. maí. Ég fékk símhringingu frá eldri manni á Reykjavíkursvæðinu og ræddum við pólitíkina í stuttan tíma. Síðan var bara dundað sér heima fyrir og sett sig í stellingar fyrir kvöldið vegna þess að ungir Frjálslyndir voru síðan með partý í Gyllta salnum á Hótel Borg, þar sem við vorum með léttar veitingar og ekki ómerkari maður en Bubbi Morthens kom og spilaði fyrir þá sem lögðu leið sína til okkar. Á Hótel Borg var síðan verið að taka upp kynningarmyndband sem á síðan að sýna í vikunni og var það rosalega skemmtilegt enda gerðum við grín að hvort öðru þegar við vorum að tala fyrir framan myndavélarnar enda ekki um að ræða setningar sem voru fyrirfram ákveðnar!
Kvöldið þróaðist síðan í flakk með tilheyrandi hætti Íslendinga á næturlífinu, stefnan var tekin eftir Borgina á Sólon og síðan af Sólon niður á Nasa í bítandi kulda og roki og hafði ég það á tilfinningunni að það væri köld janúarnótt en ekki maí! Á Sólon hitti ég ungan Sjálfstæðismann og ræddum við pólitíkina og okkar misjöfnu skoðanir t.d. á fiskveiðistjórnun. Það fannst mér mjög svo gaman vegna þess að mér finnst þeir í Sjálfsstæðisflokknum alltaf vera að verja vonlausan málstað og þegar svo ungir Sjálfstæðismenn í Reykjavík þykjast vita allt um íslenskan sjávarútveg er það eitthvað sem kemur manni til þess að hlægja :) En pilturinn var samt sem áður mjög almennilegur og bauð ég honum að koma til Grindavíkur í kaffi til þess að ræða málin frekar vegna þess að nokkrar mínútur inni á bar er frekar stuttur tími þegar ræða á svo stórt og mikilvægt málefni og báðir aðilar á öndverðum meiði. Eftir næturbrölt niðri í bæ stoppuðum við á Aktu-taktu og fengum okkur í svanginn enda runnin upp morgunstund. Þessi dagur var einn af þeim lengri sem ég hef átt í háa herrans tíð vegna þess að ég lagðist ekki á koddann fyrr en klukkan 7.00!!
Sæeyru til Japans og launaútreikningur um nótt. Varð að sleppa frá skrifborðinu fyrir kl. 09:30
- Dagbók Jóns Gunnarssonar hjá Samfylkingunni
Vaknaði kl. 05:00 og var kominn til starfa í Sæbýli kl 05:30, en það lágu fyrir nokkuð mörg verkefni á skrifborðinu sem þurfti að sinna áður en farið yrði á vinnustaði til fundar við kjósendur. Um nóttina höfðu komið inn nokkrir tölvu-póstar frá Japan þar sem verið var að panta sæeyru og spurningar um mögulegan útflutning næsta hálfa mánuðinn. Ég sá að ég varð að forgangsraða verkefnum ef mér ætti að takast að sleppa frá skrifborðinu til að mæta í Njarðvíkurskóla kl. 09:30 eins og búið var að lofa. Ég byrjaði á að reikna út laun starfsmanna fyrir apríl mánuð því það gat alls ekki beðið betri tíma, þau yrði að borga út hvað sem tautaði og raulaði með kosningabaráttu. Starfsmenn mættu í vinnu kl. 07:00 og hálftíma notuðum ég og stöðvarstjórinn í Sæbýli, til að fara yfir stöðu og verkefni dagsins. Búinn að ljúka því allra nauðsynlegasta kl. 08:00 og mætti á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ til fundar við kosningastjórann og Brynju Magnúsdóttir þar sem við fórum yfir vinnustaða heimsóknir dagsins.
Í Njarðvíkurskóla var vel tekið á móti okkur og áttum við góðan fund með starfsfólki þar og fórum síðan í Sparisjóðinn í Njarðvík þar sem við settumst í kaffi með starfsfólki og spjölluðum um átakalínurnar í pólitíkinni. Litum síðan inn á Víkurfréttir og þræddum smærri vinnustaði til kl. 12:00. Þegar þarna var komið sögu voru garnirnar farnar að gaula og skelltum við okkur í mat til meistarakokkanna í Matarlyst og notuðum tækifærið til að hitta talsverðan fjölda sem þar snæðir hádegismat.
Of langt mál yrði að telja upp alla þá vinnustaði sem við heimsóttum eftir hádegið en allsstaðar var vel tekið á móti okkur og auðséð að fólk hafði mikla þörf fyrir að spyrja út í fjölda mála í aðdraganda kosninganna. Helst var talað um ástandið í heilsugæslu, skattamál, kolvitlaust kvótakerfi og þá staðreynd að kominn væri tími til þess að til yrði raunverulegur valkostur við Sjálfstæðisflokkinn í íslenskum stjórnmálum. Ótryggt atvinnuástand og jafnrétti kynjanna var líka talsvert í umræðunni.
Vinnustaða heimsóknum lauk um kl 17:00 og settumst við þá á fund með starfsfólki kosningabráttunnar þar sem farið var yfir næstu daga. Komst heim í kvöldmat um kl. 19:00 og gleypti í mig yfir fréttunum. Enginn fundur var planaður um kvöldið og því komst ég í vinnuna aftur um kl: 20:00 þar sem ég gekk frá útflutningspappírum vegna næstu sendinga af sæeyrum og sandhverfu til kaupenda erlendis og svaraði fjölda skilaboða sem lágu fyrir.
Heim var ég kominn um kl. 22:00 og gat boðið dótturinni góða nótt fyrir svefninn ásamt því að svara fjölda fólks sem sent hafði mér tölvupóst heim. Ég þurfti einnig að sinna greinaskrifum í næstu blöð og var fljótur að því þar sem vinnustaða fundirnir fyrr um daginn höfðu gefið mér ýmislegt til að skrifa um.
Það var góð tilfinning að setjast niður með blöðin og kaffibolla, vitandi að þennan dag höfðum við Brynja örugglega náð í einhver atkvæði til viðbótar og einnig var það ánægjulegt hvað margir tóku undir málflutning okkar um nauðsyn þess að gera breytingar til batnaðar í þjóðfélaginu.
Í rúmið komst ég um kl 00:30 og var örugglega sofnaður fimm mínutum síðar.
Heldur Sjálfstæðisflokkurinn uppi njósnum um mig? Þannig var unnið í Sovét.
- Dagbók Kristjáns Pálssonar hjá framboði óháðra:
Klukkan 06:00 Vaknaði upp syngjandi, fannst að við Árni Brynjólfur værum að syngja „kjósum öll T-lista“ sem við sungum í Ísland í bítið í gærmorgun á Stöð2. Það var góð tilfinning. Farið með frúnni yfir daginn í gær en þá var kosningafundur í Vestmannaeyjum á Fjölsýn sem er kapalsjónvarp þeirra Eyjamanna. .
Heimsókn frá vinafólki í Starmóanum í morgunsárið og farið yfir auglýsingar og kosningamálin. Ljóst að skoðanakannanir eru að skemma fyrir okkur og þó við mælumst alveg við mörkin þá heldur áróðurinn áfram sem aldrei fyrr um að atkvæði gefið okkur sé atkvæði kastaða á glæ. Ótrúlega erfiður áróður en samt ekki sá versti. Fólk áttar sig ekki á því að flestar kannanirnar eru á landsvísu og eru alls ekki að mæla fylgið við T-listann sem býður fram í einu kjördæmi af sex og mælist því ekki á landsvísu.
Hringdi nokkur símtöl og öðrum svarað. Jón kosningastjóri kom skömmu seinna og var farið yfir auglýsingarnar og dagskrá dagsins.
Kl.10:00 Kosningaskrifstofan opnuð og var strax rennirí og bollaleggingar um hvernig gengi.
Sjónvarpið hringdi og vildi taka upp nokkur atriði úr kosningabaráttunni og birta í fréttum.
Kl.12:00 Farið yfir auglýsingamyndir í sjónvarpi heima í Kjarrmóa með nokkrum ungum og áhugasömum og tók Sjónvarpið það upp.
Kl. 14:00 Bikarleikur í knattspyrnu UMFN-HK á Njarðvíkurvelli. Mínir menn unnu að sjálfsögðu 3-1. Þetta lið er greinilega vel undirbúið fyrir sumarið og til alls líklegt. Ég spái því að þeir fari upp.
Kl.16:00 Fór á skrifstofuna og hitta nokkra velunnara sem ekki vilja láta nafns síns getið. Fékk hringingu frá einum góðkunningja mínum sem hafði komið í tvígang heim til mín í dag en hann hafði fengið upphringingu frá Sjálfstæðiflokknum í Reykjanesbæ og hann spurður hvort hann væri farinn að styðja Kristján Pálsson eða hvað!! Þetta er ekki fyrsta upphringingin sem þessi maður vissi um. Starfsmannastjóri í mjög stóru fyrirtæki hér í bæ, sem jafnframt er ábyrgðarmaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið að hringja í fólk sem hefur stutt mig en starfar hjá honum. Hann hefur spurt starfsmenn sína hvort þeir geri sér grein fyrir því hvað það gæti þýtt fyrir þá persónulega ef þeir styddu Kristján Pálsson!!!
Þessi maður sagði með ólíkindum hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðist að mínu stuðningsfólki og haldið upp njósnum um mig og það fólk sem kemur til mín. Svona var unnið í Sovét sagði þessi ágæti maður. Er það þetta sem við viljum spurði hann?
Kl. 18:00 Fór að versla inn fyrir grillveislu sem á að taka upp fyrir sjónvarpið.
Kl. 18:30 Grillathöfnin hófst og borðhald með sex í mat.
Kl. 20:15 Fór í studio Rúnars Júl. að taka upp „Settu x við T-lista“.
Kl. 21:00 Farið á kosningaskrifstofu hringt og málin rædd.
Kl. 23:00 Kosningaskrifstofu lokað.
Kl. 24:00 Farið að lúlla.
Meinhægir glæpaþættir ótrúlega afslappandi
- Dagbók Þórunnar Friðriksdóttur hjá Vinstri Grænum:
Ég vaknaði um níu leytið við kliðinn í yngri dóttur minni og sonardóttur. Upphaflega hafði verið áætlað að ég færi austur fyrir fjall í Árnes á fund þar, en þegar ég kom heim frá Vestmannaeyjum í gærkvöldi fékk ég þau skilaboð að betra væri að ég yrði á kosningaskrifstofunni seinni partinn í dag. Vel á minnst Vestmannaeyjar, gott dæmi um hvernig fólk getur blindast af vananum, sá sem pantaði flugfarið fyrir okkur Kolbein á heima fyrir austan fjall, þar af leiðandi pantaði hann með Flugfélagi Vestmannaeyja, farið frá Bakkaflugvelli. Ég lagði bílnum mínum hjá Reykjavíkurflugvelli og beið þar eftir Kolbeini meðan ég horfði á flugvélina til Vestmannaeyja hefja sig til flugs, vitandi að ég ætti eftir að keyra í tæpa tvo tíma til að komast í flugvél til Eyja. Fýlan lak af mér.
Dagurinn fram að hádegi var ljúfur, ég fór í bakaríið og keypti rúnstykki. Las síðan blöðin í ró og næði meðan ég maulaði rúnstykkin mín, langt síðan ég hef haft allan heimsins tíma til að lesa blöðin. Kannski hef ég ekki misst af miklu, eðli málsins samkvæmt eru blöðin full af kosningagreinum, þar sem hver flokkur lofar sinn málstað. Ef ég hefði ekki áhuga á stjórnmálum væri ég örugglega snarringluð yfir glundroðakenningum, velferðarkerfum, skattaloforðum og málefnum sem öllu tröllriðu fyrir stuttu en eru nú allt í einu horfin, málefnum eins og Kárahnjúkavirkjun, Efnahagsbandalaginu og Íraksstríðinu. Stundum verð ég undrandi og hugsa hvort þessi mál komi ekki aftur í umræðuna eftir kosningar, þau bara passi ekki þeim sem stjórna fjölmiðlaumræðunni í augnablikinu. En þetta er sjálfsagt bara illkvittni.
Upp úr hádegi skrapp ég aðeins í hús, gott að skreppa í hús þegar maður nennir ekki að hella sjálfur upp á kaffi, kaffi bragðast líka best drukkið í félagsskap skemmtilegs fólks.
Þegar klukkan fór að halla í tvö fór ég að huga að því að fara niður á kosningaskrifstofu, þessi opnunartími hafði ekki verið auglýstur en þetta er nú einu sinni síðasta helgin fyrir kosningar. Eitthvað reyttist inn af fólki, töluvert kom einnig af krökkum, þau eru svo skemmtilega óhrædd við að koma, biðja um blöðrur, eitthvað í gogginn og gos, sum setjast niður, tefla og gleyma heiminum í kringum sig. Við spáðum í spilin og hvernig við ætlum að vinna næstu daga.
Klukkan var að verða sjö þegar ég kom heim, kom reyndar við í búð og keypti í matinn, reyndi að velja vel, hafði einhvern móral yfir að hafa ætlað dætrum mínum að borða svið á 1. maí, þær litu kurteislega á matinn og báðu um bílinn til að fara og kaupa sér samlokur.
Eftir kvöldmat notaði ég tímann til að lesa ýmislegt sem fram hjá mér hafði farið í dagsins önn dagana á undan, allar þessar greinar í blöðunum. Seinna datt ég niður í Law and Order í sjónvarpinu, svona meinhægir glæpaþættir finnast mér ótrúlega afslappandi.
Deginum lauk með nokkrum blaðsíðum í bókinni, Alveg dýrlegt land, eftir Frank McCourt.
- Dagbók Hjálmars Árnasonar hjá Framsóknarflokki:
Náði að sofa vel út þennan morgun eftir gott dagsverk deginum áður með tilheyrandi vinnustaðaheimsóknum á Suðurnesjum, símhringingum, greinarskrifum og endaði kvöldið með heimsókn á aðalfund hins frábæra hóps - Geirfuglanna.
08-09. Morgunkaffi og blaðalestur. Í fyrsta sinn í langan tíma hægt að lesa blöðin í rólegheitum. Gott að sjá skoðanakannanir vera að snúast okkur í hag. Góð byrjun á degi.
09-10. Tölvan í gang, svara tölvupósti, m.a. PINC-samtökunum í Hollandi sem vilja fá mig til að flytja fyrirlestur hjá sér 18. maí um nýsköpun. Steinólfur, vinur minn Lárusson, á Skarðsströnd hringdi og sagðist ekki komast suður vegna heilsubrests. Afar leitt enda ætlaði Steinólfur að láta draum sinn rætast um að sitja í vetnisbíl. Jón Björn hringir vegna vetnisbílsins - allt klárt. Eysteinn harðstjóri og öflugasti kosningastjóri í heimi hringir með röð af skilaboðum. Hvar værum við án hans?
10-11. Læðist út í bílskúr enda klukkan orðin 10 (bannað að spila frá 22-10) og næ að taka örlítið „swing” á trommunum sem hafa verið skammarlega vanræktar síðustu daga. Góð hvíld fyrir annríki dagsins. Við hjónin náum aðeins að spjalla saman og skipuleggja helgina áður en hún fer á einhvern menningarfundinn.
11-12. Skilaboðum svarað á tölvu og í síma. Heyri í Guðna og Ísólfi Gylfa. Báðir
hressir eftir gærdaginn. Sé að ég kemst ekki í afmæli Sigga Sigursveins, skólameistara á Selfossi, en við Guðni ákveðum að ég útbúi gjöf frá okkur en Guðni afhendi með ræðu í dag. Finn viðeigandi “andlit” úr steinasafninu af Selatöngum.. Grjótinu komið til Ómars í Blómaval til skreytinga. Af stað til Grindavíkur.
12-13. Fjölskylduhátíð í Grindavík. Frammarar með hátíð um land allt. Allt komið gang hjá Svavari, Gunnari Má, Deidu og okkar fólki í Grindavík. Hoppukastali, blöðrur, grill, íspinnar og fleira skemmtilegt. Mikið rennerí og hin frábæra stemmning Grindvíkinga. Margt fólk að spjalla við. Góður hugur.
13:30. Á leið til baka. Síminn (kominn með handfrjálsan) notaður á leiðinni. Jón Björn kominn með bílinn að Fitjum. Þýski tæknimaðurinn útskýrir hvernig eigi að aka og svo er lagt af stað - í fyrsta sinn á VETNISBÍL Á SUÐURNESJUM. Langþráð og söguleg stund. Jón Björn var starfsmaður MOA áður en við „stálum” honum til vetnisfélagsins. Ók bílnum að Framsóknarhúsinu við Hafnargötu þar sem Fjölskylduhátíð var að byrja. Margir mjög áhugasamir um bílinn. Skemmtileg stemmning og sannkölluð fjölskylduhátíð. Skaust með Þórði bílstjóra að sækja afmælisgjöf Sigga skólameistara. Frábær vinna hjá Ómari. Jóhannes fyrrum Suðurnesjamaður og eftirherma í góðum gír. Vel heppnað. Hvalaskoðunarferð ungra í kvöld rædd -allt í sóma hjá Ingva Þór hinum vaska.
17-18. Heima. Þakka Valgerði fyrir aðstoðina á hátíðinni. Hringi í Krissa vin minn Albertsson. Léttir yfir að hann er kominn af af sjúkrahúsi og ekki alvarlega veikur. Undirbý mig fyrir veislustjórn hjá Félagi pípulagningameistara á Grand-hótel. Ekki í stuði en verð að standa við mitt.
19-22. Veislustjórnin. Gekk bara þokkalega, skemmtilegur hópur og fín stemmning. Skarphéðinn pípari er formaður og Suðurnesjum til sóma. Lauma mér heim þegar dansinn byrjar og renni í hlað um 23:30. Næ aðeins að ræða við mæðgur en sofna um 00:30 enda eins gott að vera velupplagður í fyrramálið þegar kosningastjórn hittist á Selfossi kl.10.
Bara vika eftir. Þá verða allir fegnir. En kemst ég inn á þing? Ýmist úti eða inni samkvæmt könnun. Svar fæst 10. maí.
Opnun kosningaskrifstofu í Garði og ósannindum í Mogganum svarað
- Dagbók Árna Ragnars Árnasonar hjá Sjálfstæðisflokki:
Laugardagur 3. maí 2003 rann upp með sólskini og sumarbirtu, en ekki beinlínis hlýindum. Ég vaknaði snemma og fékk mér venjubundinn morgunverð um sex leitið, lýsi og vítamín í súrmjólk með morgunkorni og orkudrykk í lokin. Langur dagur var fram undan og gott að eiga stutta morgunstund áður en erill baráttunnar leggur daginn undir sig.
Kl. 07:00 Baðaður og klæddur, hóf vinnudaginn með því að fara yfir tölvupóstinn, og síðan að líta yfir fjölmiðlayfirlit og kíkja inn á helstu stjórnmálavefsíðurnar. Nú lá fyrir mat óháðs aðila sem ekki starfar í stjórnmálum á líklegum afleiðingum hugmynda Samfylkingar um að innkalla (fyrna) allar aflaheimildir og leigja þær á uppboði. Það er samdóma álit þessa aðila og flestra annarra að ekki þurfi lengi að bíða þess að sjávarútvegsfyrirtækin verði ekki lengur þróttmikil og reisuleg, heldur taki þá við bullandi tap og þau einskis virði, gjaldþrota á fáum árum. Verstar verða afleiðingar af hugmyndum Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins. Báðar leiða til þess að sjávarútvegurinn verður ekki lengur hagkvæmur né arðbær, nýtt starfsumhverfi samkvæmt hugmyndum þessara flokka mun leiða til þess að hann verður aftur í sömu stöðu og var um 1990. Þá var bullandi tap á öllum sjávarútvegsfyrirtækjum, enginn vildi eignast þau því þau börðust öll í bökkum og þurftu stöðugt stuðning og styrki stjórnvalda. Rukkarar stjórnuðu vinnudegi stjórnenda fyrirtækjanna sem höfðu ekki ráðrúm til stefnumótunar, ákvarðana um reksturinn né þeirrar fyrirhyggju sem fyrirtæki þarfnast.
Kl. 10:00 stuttur fundur á kosningaskrifstofu flokksins í Suðurkjördæmi, með kosningastjóra kjördæmisins og kosningastjóra fyrir Reykjanesbæ ásamt fólki úr einum þeirra vinnuhópa sem starfa með þeim. Verið er að undirbúa starfið síðustu vikuna og á kjördag.
Kl. 11:00 spjallfundur Sjálfstæðismanna á Café Duus. Kvöldið áður var í Stapa fundur á fjórða hundrað manns með Davíð Oddssyni, formanni flokksins og forsætisráðherra, mér sem oddvita lista okkar í Suðurkjördæmi, Böðvari Jónssyni og Helgu Þorbergsdóttur sem skipa 5. og 6. sæti listans. Fyrr um daginn var fundur með Davíð á kosningaskrifstofu ungra Sjálfstæðismanna. Fundirnir þóttu takast afar vel. Þar svaraði Davíð m.a. spurningu um staðhæfingar Kristjáns Pálssonar að hann hafi samið um að ganga í þingflokk Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar. Svarið var skýrt: Það kemur ekki til álita og hefur ekki verið rætt.
Kl. 12:00 fundur sérstaks vinnuhóps um starfið á kjördag, og virkjun sem flestra stuðningsmanna flokksins.
Kl. 14:00 fundur í heimahúsi í Keflavík þar sem hittust fáeinir mjög traustir trúnaðarmenn og vinir yfir kaffi til að ræða málin og spá í spilin.
Kl. 16:00 opnuð kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Samkomuhúsinu í Garði. Í þessu höfuðvígi okkar á Suðurnesjum í gegnum áratugi er ávallt gaman að fylgjast með starfi okkar manna. Þeir vinna vel og munu eflaust skila sínu.
Kl. 20:00 Mér bent á að í Morgunblaðinu á morgun, sunnudag fer Gunnar Örlygsson með sömu ósannindi og Kristján Pálsson hefur haft uppi um afstöðu mína til kvótaþaksins svonefnda, eða samþjöppunar í sjávarútvegi. Ég sendi blaðinu svargrein. Margar þingræður mínar sýna þá sannfæringu mína að okkur hentar fjölbreytni í sjávarútvegi til að nýta auðlindina í fiskimiðum okkar. Mér er óskiljanlegt hvers vegna þessir menn vilja halda fram ósannindum. Það er lélegur málstaður sem þarf ósannindi sér til varnar og lélegur málsvari sem beitir þeim.
Þá var eftir að undirbúa morgundaginn. Eldsnemma á að hefja ferð um Suðurland með viðkomu á einhverjum stöðum, fundur í Öræfum um miðjan dag og viðkoma á einhverjum stöðum í bakaleið.
Árni Ragnar Árnason, alþm. 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Bauð ungum sjálfstæðismanni til Grindavíkur í kaffisopa og kvótaspjall!
- Dagbók Kristínar Maríu Birgisdóttur hjá Frjálslyndum:
Dagurinn hófst snemma þegar ég fór að vinna klukkan níu í Aðal-Braut í Grindavík, klukkan ellefu leysti mamma mig af og fór ég á fund með Frjálslynda flokknum á kosningaskrifstofunni í Reykjanesbæ og ræddum við m.a. hvernig við ætlum að hafa síðustu viku fyrir kosningar. Síðasta vika skiptir miklu máli og setja þarf allt á fullt. Við áttum ágætis fund saman. Þegar ég snéri aftur til Grindavíkur fór ég að skrifa greinar sem ég ætla að reyna fá birtar fyrir 10. maí. Ég fékk símhringingu frá eldri manni á Reykjavíkursvæðinu og ræddum við pólitíkina í stuttan tíma. Síðan var bara dundað sér heima fyrir og sett sig í stellingar fyrir kvöldið vegna þess að ungir Frjálslyndir voru síðan með partý í Gyllta salnum á Hótel Borg, þar sem við vorum með léttar veitingar og ekki ómerkari maður en Bubbi Morthens kom og spilaði fyrir þá sem lögðu leið sína til okkar. Á Hótel Borg var síðan verið að taka upp kynningarmyndband sem á síðan að sýna í vikunni og var það rosalega skemmtilegt enda gerðum við grín að hvort öðru þegar við vorum að tala fyrir framan myndavélarnar enda ekki um að ræða setningar sem voru fyrirfram ákveðnar!
Kvöldið þróaðist síðan í flakk með tilheyrandi hætti Íslendinga á næturlífinu, stefnan var tekin eftir Borgina á Sólon og síðan af Sólon niður á Nasa í bítandi kulda og roki og hafði ég það á tilfinningunni að það væri köld janúarnótt en ekki maí! Á Sólon hitti ég ungan Sjálfstæðismann og ræddum við pólitíkina og okkar misjöfnu skoðanir t.d. á fiskveiðistjórnun. Það fannst mér mjög svo gaman vegna þess að mér finnst þeir í Sjálfsstæðisflokknum alltaf vera að verja vonlausan málstað og þegar svo ungir Sjálfstæðismenn í Reykjavík þykjast vita allt um íslenskan sjávarútveg er það eitthvað sem kemur manni til þess að hlægja :) En pilturinn var samt sem áður mjög almennilegur og bauð ég honum að koma til Grindavíkur í kaffi til þess að ræða málin frekar vegna þess að nokkrar mínútur inni á bar er frekar stuttur tími þegar ræða á svo stórt og mikilvægt málefni og báðir aðilar á öndverðum meiði. Eftir næturbrölt niðri í bæ stoppuðum við á Aktu-taktu og fengum okkur í svanginn enda runnin upp morgunstund. Þessi dagur var einn af þeim lengri sem ég hef átt í háa herrans tíð vegna þess að ég lagðist ekki á koddann fyrr en klukkan 7.00!!
Sæeyru til Japans og launaútreikningur um nótt. Varð að sleppa frá skrifborðinu fyrir kl. 09:30
- Dagbók Jóns Gunnarssonar hjá Samfylkingunni
Vaknaði kl. 05:00 og var kominn til starfa í Sæbýli kl 05:30, en það lágu fyrir nokkuð mörg verkefni á skrifborðinu sem þurfti að sinna áður en farið yrði á vinnustaði til fundar við kjósendur. Um nóttina höfðu komið inn nokkrir tölvu-póstar frá Japan þar sem verið var að panta sæeyru og spurningar um mögulegan útflutning næsta hálfa mánuðinn. Ég sá að ég varð að forgangsraða verkefnum ef mér ætti að takast að sleppa frá skrifborðinu til að mæta í Njarðvíkurskóla kl. 09:30 eins og búið var að lofa. Ég byrjaði á að reikna út laun starfsmanna fyrir apríl mánuð því það gat alls ekki beðið betri tíma, þau yrði að borga út hvað sem tautaði og raulaði með kosningabaráttu. Starfsmenn mættu í vinnu kl. 07:00 og hálftíma notuðum ég og stöðvarstjórinn í Sæbýli, til að fara yfir stöðu og verkefni dagsins. Búinn að ljúka því allra nauðsynlegasta kl. 08:00 og mætti á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ til fundar við kosningastjórann og Brynju Magnúsdóttir þar sem við fórum yfir vinnustaða heimsóknir dagsins.
Í Njarðvíkurskóla var vel tekið á móti okkur og áttum við góðan fund með starfsfólki þar og fórum síðan í Sparisjóðinn í Njarðvík þar sem við settumst í kaffi með starfsfólki og spjölluðum um átakalínurnar í pólitíkinni. Litum síðan inn á Víkurfréttir og þræddum smærri vinnustaði til kl. 12:00. Þegar þarna var komið sögu voru garnirnar farnar að gaula og skelltum við okkur í mat til meistarakokkanna í Matarlyst og notuðum tækifærið til að hitta talsverðan fjölda sem þar snæðir hádegismat.
Of langt mál yrði að telja upp alla þá vinnustaði sem við heimsóttum eftir hádegið en allsstaðar var vel tekið á móti okkur og auðséð að fólk hafði mikla þörf fyrir að spyrja út í fjölda mála í aðdraganda kosninganna. Helst var talað um ástandið í heilsugæslu, skattamál, kolvitlaust kvótakerfi og þá staðreynd að kominn væri tími til þess að til yrði raunverulegur valkostur við Sjálfstæðisflokkinn í íslenskum stjórnmálum. Ótryggt atvinnuástand og jafnrétti kynjanna var líka talsvert í umræðunni.
Vinnustaða heimsóknum lauk um kl 17:00 og settumst við þá á fund með starfsfólki kosningabráttunnar þar sem farið var yfir næstu daga. Komst heim í kvöldmat um kl. 19:00 og gleypti í mig yfir fréttunum. Enginn fundur var planaður um kvöldið og því komst ég í vinnuna aftur um kl: 20:00 þar sem ég gekk frá útflutningspappírum vegna næstu sendinga af sæeyrum og sandhverfu til kaupenda erlendis og svaraði fjölda skilaboða sem lágu fyrir.
Heim var ég kominn um kl. 22:00 og gat boðið dótturinni góða nótt fyrir svefninn ásamt því að svara fjölda fólks sem sent hafði mér tölvupóst heim. Ég þurfti einnig að sinna greinaskrifum í næstu blöð og var fljótur að því þar sem vinnustaða fundirnir fyrr um daginn höfðu gefið mér ýmislegt til að skrifa um.
Það var góð tilfinning að setjast niður með blöðin og kaffibolla, vitandi að þennan dag höfðum við Brynja örugglega náð í einhver atkvæði til viðbótar og einnig var það ánægjulegt hvað margir tóku undir málflutning okkar um nauðsyn þess að gera breytingar til batnaðar í þjóðfélaginu.
Í rúmið komst ég um kl 00:30 og var örugglega sofnaður fimm mínutum síðar.
Heldur Sjálfstæðisflokkurinn uppi njósnum um mig? Þannig var unnið í Sovét.
- Dagbók Kristjáns Pálssonar hjá framboði óháðra:
Klukkan 06:00 Vaknaði upp syngjandi, fannst að við Árni Brynjólfur værum að syngja „kjósum öll T-lista“ sem við sungum í Ísland í bítið í gærmorgun á Stöð2. Það var góð tilfinning. Farið með frúnni yfir daginn í gær en þá var kosningafundur í Vestmannaeyjum á Fjölsýn sem er kapalsjónvarp þeirra Eyjamanna. .
Heimsókn frá vinafólki í Starmóanum í morgunsárið og farið yfir auglýsingar og kosningamálin. Ljóst að skoðanakannanir eru að skemma fyrir okkur og þó við mælumst alveg við mörkin þá heldur áróðurinn áfram sem aldrei fyrr um að atkvæði gefið okkur sé atkvæði kastaða á glæ. Ótrúlega erfiður áróður en samt ekki sá versti. Fólk áttar sig ekki á því að flestar kannanirnar eru á landsvísu og eru alls ekki að mæla fylgið við T-listann sem býður fram í einu kjördæmi af sex og mælist því ekki á landsvísu.
Hringdi nokkur símtöl og öðrum svarað. Jón kosningastjóri kom skömmu seinna og var farið yfir auglýsingarnar og dagskrá dagsins.
Kl.10:00 Kosningaskrifstofan opnuð og var strax rennirí og bollaleggingar um hvernig gengi.
Sjónvarpið hringdi og vildi taka upp nokkur atriði úr kosningabaráttunni og birta í fréttum.
Kl.12:00 Farið yfir auglýsingamyndir í sjónvarpi heima í Kjarrmóa með nokkrum ungum og áhugasömum og tók Sjónvarpið það upp.
Kl. 14:00 Bikarleikur í knattspyrnu UMFN-HK á Njarðvíkurvelli. Mínir menn unnu að sjálfsögðu 3-1. Þetta lið er greinilega vel undirbúið fyrir sumarið og til alls líklegt. Ég spái því að þeir fari upp.
Kl.16:00 Fór á skrifstofuna og hitta nokkra velunnara sem ekki vilja láta nafns síns getið. Fékk hringingu frá einum góðkunningja mínum sem hafði komið í tvígang heim til mín í dag en hann hafði fengið upphringingu frá Sjálfstæðiflokknum í Reykjanesbæ og hann spurður hvort hann væri farinn að styðja Kristján Pálsson eða hvað!! Þetta er ekki fyrsta upphringingin sem þessi maður vissi um. Starfsmannastjóri í mjög stóru fyrirtæki hér í bæ, sem jafnframt er ábyrgðarmaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið að hringja í fólk sem hefur stutt mig en starfar hjá honum. Hann hefur spurt starfsmenn sína hvort þeir geri sér grein fyrir því hvað það gæti þýtt fyrir þá persónulega ef þeir styddu Kristján Pálsson!!!
Þessi maður sagði með ólíkindum hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðist að mínu stuðningsfólki og haldið upp njósnum um mig og það fólk sem kemur til mín. Svona var unnið í Sovét sagði þessi ágæti maður. Er það þetta sem við viljum spurði hann?
Kl. 18:00 Fór að versla inn fyrir grillveislu sem á að taka upp fyrir sjónvarpið.
Kl. 18:30 Grillathöfnin hófst og borðhald með sex í mat.
Kl. 20:15 Fór í studio Rúnars Júl. að taka upp „Settu x við T-lista“.
Kl. 21:00 Farið á kosningaskrifstofu hringt og málin rædd.
Kl. 23:00 Kosningaskrifstofu lokað.
Kl. 24:00 Farið að lúlla.
Meinhægir glæpaþættir ótrúlega afslappandi
- Dagbók Þórunnar Friðriksdóttur hjá Vinstri Grænum:
Ég vaknaði um níu leytið við kliðinn í yngri dóttur minni og sonardóttur. Upphaflega hafði verið áætlað að ég færi austur fyrir fjall í Árnes á fund þar, en þegar ég kom heim frá Vestmannaeyjum í gærkvöldi fékk ég þau skilaboð að betra væri að ég yrði á kosningaskrifstofunni seinni partinn í dag. Vel á minnst Vestmannaeyjar, gott dæmi um hvernig fólk getur blindast af vananum, sá sem pantaði flugfarið fyrir okkur Kolbein á heima fyrir austan fjall, þar af leiðandi pantaði hann með Flugfélagi Vestmannaeyja, farið frá Bakkaflugvelli. Ég lagði bílnum mínum hjá Reykjavíkurflugvelli og beið þar eftir Kolbeini meðan ég horfði á flugvélina til Vestmannaeyja hefja sig til flugs, vitandi að ég ætti eftir að keyra í tæpa tvo tíma til að komast í flugvél til Eyja. Fýlan lak af mér.
Dagurinn fram að hádegi var ljúfur, ég fór í bakaríið og keypti rúnstykki. Las síðan blöðin í ró og næði meðan ég maulaði rúnstykkin mín, langt síðan ég hef haft allan heimsins tíma til að lesa blöðin. Kannski hef ég ekki misst af miklu, eðli málsins samkvæmt eru blöðin full af kosningagreinum, þar sem hver flokkur lofar sinn málstað. Ef ég hefði ekki áhuga á stjórnmálum væri ég örugglega snarringluð yfir glundroðakenningum, velferðarkerfum, skattaloforðum og málefnum sem öllu tröllriðu fyrir stuttu en eru nú allt í einu horfin, málefnum eins og Kárahnjúkavirkjun, Efnahagsbandalaginu og Íraksstríðinu. Stundum verð ég undrandi og hugsa hvort þessi mál komi ekki aftur í umræðuna eftir kosningar, þau bara passi ekki þeim sem stjórna fjölmiðlaumræðunni í augnablikinu. En þetta er sjálfsagt bara illkvittni.
Upp úr hádegi skrapp ég aðeins í hús, gott að skreppa í hús þegar maður nennir ekki að hella sjálfur upp á kaffi, kaffi bragðast líka best drukkið í félagsskap skemmtilegs fólks.
Þegar klukkan fór að halla í tvö fór ég að huga að því að fara niður á kosningaskrifstofu, þessi opnunartími hafði ekki verið auglýstur en þetta er nú einu sinni síðasta helgin fyrir kosningar. Eitthvað reyttist inn af fólki, töluvert kom einnig af krökkum, þau eru svo skemmtilega óhrædd við að koma, biðja um blöðrur, eitthvað í gogginn og gos, sum setjast niður, tefla og gleyma heiminum í kringum sig. Við spáðum í spilin og hvernig við ætlum að vinna næstu daga.
Klukkan var að verða sjö þegar ég kom heim, kom reyndar við í búð og keypti í matinn, reyndi að velja vel, hafði einhvern móral yfir að hafa ætlað dætrum mínum að borða svið á 1. maí, þær litu kurteislega á matinn og báðu um bílinn til að fara og kaupa sér samlokur.
Eftir kvöldmat notaði ég tímann til að lesa ýmislegt sem fram hjá mér hafði farið í dagsins önn dagana á undan, allar þessar greinar í blöðunum. Seinna datt ég niður í Law and Order í sjónvarpinu, svona meinhægir glæpaþættir finnast mér ótrúlega afslappandi.
Deginum lauk með nokkrum blaðsíðum í bókinni, Alveg dýrlegt land, eftir Frank McCourt.