Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sjóarinn síkáti í dag - Fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa
Laugardagur 6. júní 2009 kl. 13:01

Sjóarinn síkáti í dag - Fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa

Afar fjölbreytt dagskrá er á Sjóaranum síkáta í dag og langt fram á nótt. Mikið er um að vera fyrir börnin, þá eru ýmsar sýningar um allan bæ,uppákomur af ýmsu tagi og skemmtun. Í kvöld eru böll fyrir unglinga, fullorðna og eldri borgara. Dagskráin í dag er eftirfarandi:


Laugardagur 6. júní

08:00-22:00 Söguratleikur Grindavíkur 2009. Auðveldur og skemmtilegur útivistarleikur sem stendur frá upphafi Sjóarans síkáta fram að Jónsmessu. Leitað er að spjöldum á stöðum sem merktir eru á ratleikskortið eða vísað á þá. Glæsilegir vinningar. Sjá nánar um söguratleikinn annars staðar í dagskránni.
10:00-14:00 Sundmót Sjóarans síkáta. Sunddeild UMFG sér um mótið en vel á annað hundrað keppendur mæta til leiks í Sundlaug Grindavíkur. Glæsileg verðlaun.
07:00-23:30 Málverkasýning Þórnýjar Jóhannsdóttur í Aðalbraut. Einnig verða gluggalistaverk eftir leikskólabörnin á Króki.
09:30 Golfmótið Sjóarinn Síkáti í boði Þorbjarnar hf. á Húsatóftavelli. Keppt verður í tveimur flokkum í punktakeppni: 55 ára+ og í almennum flokki. Aðeins verður hægt að vinna til verðlauna í einum flokki. Þátttökugjald er 2.500 kr.- Rástími er frá kl 09:30 - 12:00. Verðlaun verða frosnar fiskafurðir frá Þorbirni hf.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu fjögur sætin í báðum flokkum og þá verða námundarverðlaun á öllum par 3 holunum. Hámarksforgjöf í karlaflokki er 24 en í kvennaflokkki 28.
10:00-13:00 Leitin að Sjóaranum síkáta. Búið er að fela 8 styttur úr gifsi af Sjóaranum síkáta austan Víkurbrautar. Fjölskyldur eru hvattar til þess að leita að þeim. Þeir sem finna styttu eiga svo að koma með hana á veitingastaðinn Brim þar sem vegleg verðlaun verða veitt. Athugið að hver aðili fær eingöngu verðlaun fyrir eina styttu.
10:00-18:00 Risastórt fiskabúr með bleikju frá Íslandsbleikju í Grindavík til sýnis við Saltfisksetrið.
10:00-24:00 Myndlistarklúbbur Borghildar Önnu með málverkasýningu á Brim.
11:00-16:00 Kynning á hundum og hundaþjálfun í íþróttahúsinu. Hundar frá félaginu Doberman Ísland og fleiri aðilum verða á svæðinu.
11:00-18:00 Sýning Lindu Oddsdóttur í Saltfisksetrinu.
11:00-17:00 Njósnarabíll þýska ræðismannsins á Íslandi frá stríðsárunum til sýnis á netaverkstæði Þorbjarnar við Hafnargötu. Í bílnum var njósnabúnaður og talið að bíllinn hafi gegnt viðamiklu hlutverki í samskiptum við þýska kafbáta og herskip, en við strendur Íslands voru háðar margar af skæðustu sjóorustum síðar heimsstyrjaldar.
11:15-11:45 Skoppa og Skrítla skemmta á sviðinu í Hafnargötu.
12:00-17:00 Flóamarkaður ferðanefndar Kvenfélags Grindavíkur í Þrótti í Ægisgötu 9.
12:00-17:00 Kristinn Benediktsson: Lifandi ljósmyndasýning í sýningarsalnum Sjólist í Hópsnesi við Verbraut. Sýndar verða gamlar og nýjar myndir af hetjum hafsins, frá lífinu á bryggjunni og frá Sjómannadegi Grindavíkur í gegnum tíðina.
12:00-18:00 Sprell leiktæki í Hafnargötunni í boði Sparisjóðs Keflavíkur.
12:00 Sælgætisregn í boði Góu. Krakkar hvattir til að fjölmenna á túnið við Landsbankann því flugvél fer yfir svæðið og úr henni verður kastað sælgæti.
13:00-15:00 Andlitsmálum barna í Saltfisksetrinu.
13:00-16:00 Stór björgunar- og slökkviliðssýning við Slökkvistöð Grindavíkur á vegum viðbragðsaðila á Suðurnesjum. Til sýnis verða ýmis björgunartæki og slökkvibílar og brugðið verður á leik.
13:00-16:00 Humarsúpa að hætti Þórarins Sigvaldasonar fyrir gesti og gangandi. Allir geta fengið dýrindis súpu fyrir utan Brim í Hafnargötu.
13:00-18:00 Pílumót á pizzustaðnum Mamma mía. Öllum velkomið að taka þátt, skráning fer fram á staðnum.
13:00-17:00 Eldsmiður sýnir víkingahandverk og smíðar hálsmen á Hafnargötu.
13:00-17:00 Smíðaverkstæði barnanna í Hafnargötu. Allir krakkar velkomnir að spreyta sig við að smíða sverð og skildi.
13:00-17:00 Byssusýning í Framsóknarsalnum á Víkurbraut á vegum Skotfélags Grindavíkur. Einstakt tækifæri til að skoða byssur af öllum stærðum og gerðum.
13:00-17:00 Handverksmarkaður í Kvennó. Fjölbreytt úrval af handverki til sýnis og sölu. Bolir með merki Sjóarans síkáta og í litum hverfanna verða til sölu. Sigríður Klingenberg spámiðill spáir í spil.
13:00 Skemmtisigling fyrir alla fjölskylduna. Farið um borð frá Ísfélagi Grindavíkur við Miðgarð. Sýnd verður björgun úr sjó með aðstoð þyrlumeðan á sjóferðinni stendur. Björgunarsveitin Þorbjörn skipuleggur viðburðinn.
14:00-18:00 Slysavarnardeildin Þórkatla verður með candy-flos og annað góðgæti til sölu í húsnæði Vísis.
14:00-17:00 Fjórhjólaævintýri ehf. með ævintýraferðir og fjórhjólaferðir á hafnarsvæðinu fyrir alla. Ókeypis aðgangur þessa þrjá tíma.
14:00-16:00 Sjópulsan Sjóferð á ferð um höfnina. Björgunarsveitin Þorbjörn sér um Sjópulsuna. Fyrir alla, konur og karla. Tvenns konar ferðir; Ferð ofurhugans 13 ára og eldri - Ferð með yngri um höfnina.
14:00-17:00 Þyrluflug frá íþróttahúsinu með Norðurflugi. Hvert útsýnisflug kostar 4.000 kr. fyrir fullorðna og 2.000 kr. fyrir börn.
14:30-15:30 Kappróður í höfninni. Land- og sjósveitir karla og kvenna.
14:00 -17:00 Kaffihlaðborð á Brim.
15:00 Gunni og Felix skemmta börnum á öllum aldri á sviðinu í Hafnargötunni.
15:00 Hópakstur bifhjóla frá Báru/Pizza Islandia að N1 um Hafnargötuna
15:30 Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds skemmta á útisviðinu á Hafnargötunni.
16:00 Jón Víðis töframaður skemmtir
16:00 Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds skemmta í Víðihlíð.
15:15-16:15 Börnin fá far með bifhjólunum frá N1. Tekinn verður stuttur hringur.
16:30 Brúðubíllinn skemmtir yngri kynslóðinni á Hafnargötunni.
17:00 Listflug Björns Thoroddsens yfir Grindavíkurhöfn.
19:00-21:00 Harmonikufélagið Suðurnesjamenn leika fyrir dansi í Víðihlíð.

KVÖLDDAGSKRÁ: Dansleikir og tónleikar á skemmtistöðum bæjarins.

20:00-22:30 Blues tónleikar í Salthúsinu. Johnny and the rest, Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal og Strákarnir hans Sævars.
21:00-24:00 Diskótek í Þrumunni (Kvennó) fyrir 14-18 ára. DJ Sigvaldi sér um fjörið.
22:00-03:00 Harmonikuball á Brim með harmonikufélaginu Suðurnesjamönnum. 18 ára aldurstakmark.
23:00-04:00 Salthúsið: Hljómsveitin Stjórnin leikur fyrir dansi. 18 ára aldurstakmark.
23:00-04:00 Lukku Láki: Hljómsveitin Dalton leikur fyrir dansi. 18 ára aldurstakmark.
23:00-04:00 Íþróttahúsið, ball á vegum körfuknattleiksdeildar UMFG: Hljómsveitin Skítamórall sér um fjörið. 18 ára aldurstakmark.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024