Sjóarinn síkáti hefst í kvöld
Hin árlega bæjarhátíð Grindvíkinga verður sett formlega á morgun en dagskrá hennar hefst í kvöld og stendur yfir alla helgina með þéttskipaðri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Nokkrar áherslubreytingar hafa verið gerðar á þessari stærstu sjómanna- og fjölskylduhátíð landsins. Meðal annars er lagt mikið upp úr því að virkja bæjarbúa sem mest og liður í því var að skipta bænum upp í fjögur hverfi og hefur hvert þeirra sinn lit og þema.
Búið er að dreifa dagskrá í öll hús á Suðurnesjum en einnig er hægt að nálgast hana á stafrænu formi á heimasíðu Grindavíkurbæjar á slóðinni www.grindavik.is