Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sjóarinn síkáti er hafinn – Litaskrúðganga og Bryggjuball
Föstudagur 1. júní 2012 kl. 09:16

Sjóarinn síkáti er hafinn – Litaskrúðganga og Bryggjuball

Sjóarinn síkáti í Grindavík 2012 hefst formlega í dag en hátíðinni var reyndar þjófstartað í gær! Dagskráin í dag er fjölbreytt og skemmtileg og nær hápunkti í kvöld með litaskrúðgöngu kl. 20:00 og svo bryggjuballi. Annars er nóg um að vera um allan Grindavíkurbæ og bæjarbúar mæta í vinnuna í litum sinna hverfa. Veðrið er hreint stórkostlegt, sól og blíða og mikill fjöldi fólks kominn í bæinn sem ætlar að gista á tjaldsvæðinu um helgina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dagskráin í dag, 1. júní, er eftirfarandi:

08:00 - 22:00 Söguratleikur Grindavíkur 2012.Þema ratleiksins eru „söguminjar"; þurrkbyrgi, ísbyrgi, sjóvörður, refagildrur, þurrkgarðar, sjóvarnargarðar, landamerkjavörður, sjó- og verslunarbúðir - allt minjar sem minna á forna tíð í Grindavík.
Ratleikurinn er auðveldur og fróðlegur útivistarleikur, sem stendur frá upphafi Sjóarans síkáta fram að Jónsmessu. Leitað er að spjöldum á stöðum sem merktir eru á ratleikskortið eða vísað á þá. Sjá nánar á bls. 12-13. Höfundur ratleiks er Sigrún Jónsd. Franklín hjá SJF Menning-armiðlun

10:00 - 15:00 Sjómannastofan Vör. Menning í dúr eða moll. Ljósmyndasýning Kristins Benediktssonar.

Kl. 10:00 - 18:00 Risastórt fiskabúr með bleikju frá Íslandsbleikju í Grindavík til sýnis við Kvikuna.

Kl. 11:00 - 18:00 Nytjamarkaður Kvennaklúbbs Karlakórs Keflavíkur að Hafnargötu 26. Kaffi og vöfflusala.

11:00 - 21:00 Northern Light Inn. Málverkasýning Þórdísar Daníelsdóttur, „Náttúran með augum listamannsins".
- Gamlar upptökur frá Ólafi Rúnari Þorvarðarsyni af grindvísku sjómannslífi,
 
sýndar á breiðtjaldi frá kl. 17-22.

11:00 - 23:00 Kaffihúsið Bryggjan. Ljósmyndasýning Vigdísar Heiðrúnar Viggósdóttur, „Með eigin augum". Sýningin verður opin á Bryggjunni til 30. júní.

13:00 - 17:00 „Paintball" og „Lazertag" á Landsbankatúninu. Aðgangseyrir.

18:00 Götugrill um allan bæ.
Grindavíkurbæ hefur verið skipt upp í fjögur hverfi þar sem hvert þeirra hefur sinn lit og sitt þema. Bæjarbúar eru hvattir til þess að skreyta göturnar í sínum litum og slá saman í götugrill sem liðsstjórar hverfanna sjá um að skipa.

20:00 Litaskrúðganga úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu.
Appelsínugula hverfið leggur af stað frá 50+ blokkinni á
 gatnamótum Suðurhópsbrautar og Stamphólsvegar (gengur niður Stamphólsveg að kirkjunni og út á Ránargötu).
Rauða hverfið leggur af stað frá Hérastubbi bakara (gengur Gerðavelli og suður Víkurbraut að Ránargötu).
Græna hverfið leggur af stað frá gatnamótum Leynisbrautar og Staðarhrauns (gengur upp Heiðarhraun og að Ránargötu).
Bláa hverfið leggur af stað frá Kvennó (gengur norður Víkurbraut að Ránargötu).
Öll hverfin ganga svo niður Ránargötuna að hátíðarsvæðinu í þessari röð: (1) Grænir, (2) bláir, (3) appelsínugulir og (4) rauðir.

Kvölddagskrá: Bryggjuball á hátíðarsvæðinu við Kvikuna.
Slysavarnardeildin Þórkatla verður með candy-flos og annað góðgæti til sölu að Hafnargötu 7b (við hliðina á Mamma Mia).
- 20:30 „Trúbadorar" úr hverju hverfi halda uppi „brekku-eða bryggjusöng"
- 20:50 Verðlaunaafhendingar: Best skreytta húsið, best skreytta gatan, frum-legasta skreytingin, best skreytta fyrirtækið og best skreytta hverfið.
- 21:00 Sigurvegarar í söngvakeppni framhaldsskólanna - Karlakór Sjómanna-skólans tekur nokkur sjómannalög.
21:15 Jón, Páll og Pollarnir leika nokkur lög - Grindvísk hljómsveit.
21:35 The Backstabbling Beatles leikur nokkur lög.
22:00 Páll Óskar Hjálmtýsson skemmtir
22:30 - 24:00 Bryggjuball - Ingó, Hreimur og Veðurguðirnir.
23:00 Súpa fyrir alla gesti á bryggjuballinu í boði Northern Light Inn.

23:00 Kanturinn - Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti og Grindvísku plötusnúðarnir G.Y.F.

23:00 Bryggjan - Mummi Hermanns heldur uppi stuðinu.

00:00 Salthúsið - Dansleikur með grindavísku hljómsveitinni RIP. Miðaverð 1.500 kr.

Islandia bar/pizza - dj Eyþór Reynis spilar fram undir morgun, frítt inn