Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sjóara- og draugasögur og fleira skemmtilegt á Baðstofuvikum
Miðvikudagur 10. nóvember 2010 kl. 10:07

Sjóara- og draugasögur og fleira skemmtilegt á Baðstofuvikum


Baðstofuvikur verða haldnar á Suðurnesjum dagana 15. – 26. nóvember þar sem íslensk sagnalist verður í öndvegi. Dagskráin er skipulögð af menningarfulltrúum sveitarfélagana á Suðurnesjum og verður sérstök dagskrá í hverju sveitarfélagi fyrir sig.

Dagskrá Baðstofuvikna hefst í Garði á mánudaginn með Lúkarsspjalli um borð í Hólmsteini GK. Gamlir skipsverjar af Hólmsteini rifja upp lífið um borð, sjómannslífið upp úr miðri síðustu öld, fengsæla róðra, landlegur, síldarúthald og rómantíkina við sjómennskuna. Þórólfur og Baldvin leika sjómannalög á harmonikku og hljómborð. Í áhöfninni verða þeir Bóbi, Villi, Þórarinn, Maríus og Ásgeir Hjálmarsson verður skipstjóri. Allir eru hjartanlega velkomnir meðan lestin tekur við. Dagskráin hefst kl.20:00.

Dagskráin í Reykjanesbæ hefst á þriðjudaginn kl. 20:00 með sagnaskemmtan í Stekkjarkoti þar sem sagðar verða draugasögur. Dagskráin er í samstarfi við Leiðsögumenn Reykjaness. Sunnudaginn 21. nóvember verður boðið upp þjóðlegan fróðleik í Safnamiðstöðinni í Ramma. Bóksafn Reykjanesbæjar og Duushús verða með dagskrá tengda þjóðsögum, myndlist og bókmenntun.

Fimmtudaginn 18. nóvember verður dagskrá í Grindavík, 22. nóvember í Vogum og 26. nóvember kl. 20. Nánar verður greint frá dagskrárliðum hér á VF.

VFmynd/elg - Lúkarinn og lestin í Hólmsteini verður vettvangur fróðlegra og skemmtilegra sagna frá fyrrum áhöfn skipsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024