Sjö tíma sigling til Vestmannaeyja
- Verslunarmannahelgarspurningar Víkurfrétta
Hjördís Hjartardóttir
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Ætli ég endi ekki upp í Úthlíð með fjölskylduna og verð hjá mömmu og pabba þessa verslunarmannahelgina, vonandi í sól og blíðu
Ertu vanaföst/fastur um verslunarmannahelgina eða breytir þú reglulega til?
Ég er ekki vanaföst og er alltaf til í að breyta til en oftast enda ég samt upp í Úthlíð en það fer alveg eftir veðri
Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?
Þjóðhátíð 2001. Ég skellti mér á þjóðhátíð án þess að vera á leiðinni þangað, ég var á leið að hitta á frænda minn í Galtalæk þegar ég fékk hringingu að ég gæti komið með eldingunni til Eyja og ég tók beygjuna til Þorlákshafnar. Ég hringdi í mömmu og sagði, hey, ég er ekkert á leið í Galtalæk, ég er að fara til eyja! Pabbi er sjómaður og var búinn að segja mér að það væri ekkert sjóveður til að komast til Eyja þennan laugardag, Herjólfur fór ekki vegna veðurs og Rotweiler hundarnir og Jet Black Joe þurftu að komast yfir til að spila um kvöldið og ég fékk far með þeim, við vorum í 7 klukkutíma á leiðinni til Eyja frá Þorlákshöfn. Þegar ég kom í dalinn hafði ég gleymt kortinu mínu heima, en það reddaðist á endanum. Ég stóð ein í dalnum með eina tösku á bakinu og í fötunun sem ég var með og ótrúlegt en satt þá var í fyrsta hvíta tjaldinu bróðir minn og mágkona og átti ég geggjaða helgi í Eyjum með þeim. Ég mun aldrei gleyma þessari ævintýraferð!
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um verslunarmannahelgina?
Bara að eiga góðan tíma með vinum og fjölskyldu í sól og blíðu
Hvað ertu búin að gera í sumar?
Sem betur fer er ég bæði búinn að fara til Flórída og Póllands í sumar í geggjað veður og ég er búinn að vera standa í flutningum annars væri ég búinn að gera ekki neitt í þessari leiðindis rigningu, en ég hef fulla trú á að við fáum gott veður í ágúst.
Hvað er planið eftir sumarið?
Planið eftir sumarið er að fara af stað í að byggja draumahúsið okkar hér í Sandgerði og hefja aftur vinnu í Grunnskólanum í Sandgerði