Sjávarréttahlaðborð í Grindavík
Sunddeild Ungmennafélags Grindavíkur stendur fyrir sjávarréttahlaðborði nk. föstudagskvöld. Veislan verður haldin í Gjánni, nýrri félagsaðstöðu UMFG. Sunddeildin hefur fengið til liðs við sig meistarakokka Bláa lónsins sem ætla að töfra fram dýrindis sjávarrétti úr hafinu umhverfis Grindavík.
Á matseðli kvöldsins eru fjölbreyttir réttir eins og Sushi, lax, bleikja, síld, gellur, steinbítur, saltfiskur og þorskhnakki, svo eitthvað sé nefnt.
Nánar má kynna sér sjávarréttakvöldið hér.