Mannlíf

Sjávarréttahlaðborð í Grindavík
Þriðjudagur 29. september 2015 kl. 16:35

Sjávarréttahlaðborð í Grindavík

Sunddeild Ungmennafélags Grindavíkur stendur fyrir sjávarréttahlaðborði nk. föstudagskvöld. Veislan verður haldin í Gjánni, nýrri félagsaðstöðu UMFG. Sunddeildin hefur fengið til liðs við sig meistarakokka Bláa lónsins sem ætla að töfra fram dýrindis sjávarrétti úr hafinu umhverfis Grindavík.

Á matseðli kvöldsins eru fjölbreyttir réttir eins og Sushi, lax, bleikja, síld, gellur, steinbítur, saltfiskur og þorskhnakki, svo eitthvað sé nefnt.

Nánar má kynna sér sjávarréttakvöldið hér.

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25