Sjálfshjálparhópur Geðhjálpar hittist á fimmtudögum
Fólk á Suðurnesjum sem er að glíma við þunglyndi eða aðrar geðraskanir stendur að sjálfshjálparhópi á fimmtudagskvöldum kl. 20:00 í Sjálfsbjargarhúsinu við Fitjabraut 6c í Njarðvík. Þar kemur fólk saman, deilir reynslu sinni og nýtur stuðnings fólks sem býr við sambærilegar aðstæður. Allir eru bundnir trúnaði um það sem fram kemur á fundunum.
Þeir sem standa að hópnum vilja hvetja alla sem eiga við geðraskanir að stríða að koma við og kanna hvort þeir eigi samleið. Þú ert velkomin, láttu sjá þig!