SJÁLFBOÐAVINNA VIÐ HAFNARBERG UM HELGINA
Nú um helgina efna Sjálfboðaliðasamtök um náttúruverned og Ferðamálasamtökin til vinnu sem allir geta tekið þátt í. Við ætlum að lagfæra göngustíg sem liggur frá veginum um sendið hraun að Hafnarbergi, aðallega að tína úr honum grjót. Svo er ætlunin að leggja nýjan stíg meðfram berginu, þó ekki of nærri bjargbrún. Þar þarf að tína grjót og raða í kanta. Þetta ætti ekki að vera erfið vinna en þó þarf að ganga töluvert og gæta sín á bjargbrúninni. Hafnarberg er næst stærsta fuglabjargið á Suðversturhorninu, næst á eftir Krýsuvíkurbjargi, mjög sérstakur staður. Við munum gefa okkur tíma til að líta á og endurbæta fyrri verk samtakanna á Valahnúk, við Gunnuhver og víðar og e.t.v. bregða okkur í nýja Bláa lónið. Á laugardagskvöldinu verður grill og kvöldvaka.Gisting og eldunaraðstaða er í gamla barnaskólahúsinu í Höfnum. Fólk þarf sjálft að koma sér á staðinn á eigin bíl eða með öðrum (verkstjórar aðstoða við að finna far). Mæting stundvíslega kl. 10 á bílastæðinu við upphaf göngustígsins að Hafnarbergi sunnan við Hafnir. Fólk þarf að hafa með heppilegan klæðnað til- vinnu og útiveru í öllum veðrum, svefnpoka, dýnu og nesti fyrir laugardaginn (hafa með nóg að drekka því ekkert vatn er á vinnustað). Um kvöldið er boðið upp á grillveislu og einnig fæði á sunnudaginn. Þátttökugjald er ekkert. Til greina kemur að vera með annan daginn, jafnvel aðeins hluta úr degi. Tilkynnið þátttöku til Þorvaldar og Heiðu í síma 424 6841 í síðasta lagi um hádegi á föstudag (mikilvægt vegna matarinnkaupa og annarrar skipulagningar).Þorvaldur Örn Árnason og Jóhann D. Jónsson eru verkstjórar.